Greinasafn merkis: Vimeo

Vetrarflótti

Fragments of Iceland eftir Lea et Nicolas Features á Vimeo

Dásamlega fallegur vetrardagur í dag og hér sit ég og hamast við lærdóm. Náði nú samt labbitúr með uppáhaldsfeðgunum mínum í vetrarsólinni og snjónum sem þekur allt hér í Hveragerðinu góða. Bessi smakkaði snjó í fyrsta sinn og leist ekkert á, ekki fyrr en foreldrarnir smökkuðu líka.

Dásamlega fallegur vetrardagur. En ef þið eruð ekki alveg tilbúin í snjóinn, kuldann, myrkrið, þá er hér stórkostlega fínt myndband til að minna ykkur á að sumarið kemur aftur, með vindinn sem fyllir brjóstið af frelsi og höfuðið af draumum. Dýrlegt. (Takk fyrir tipsið, Helga!)

Nú, aftur lærdómur.

Auglýsingar
Merkt , , , ,

A go go

Smá japanskt æði svona í helgarbyrjun. Ég fann þetta dásamlega vídeó á Vimeo og endaði á því að horfa á allt sem listakonan, Shishi Yamazaki, hefur sett þar inn. Hún. Er. Æði. Vá hvað ég er hrifin af stílnum hennar, sixtís-legri tónlistinni, dansinum… Ég dýrka þetta. YA-NE-SEN a Go Go er víst byggt á henni sjálfri að dansa í ýmsum hverfum Tókýó. Bjóddu mér upp, segi ég nú bara.

Nýjasta myndbandið er bara nokkurra vikna og hluti af útskriftarverkefni hennar frá listaháskóla í Tókýó. Það er gjörsamlega gloríus líka. Algjört augnakonfekt. Sjá hér.

Og þar með tralla ég áfram inn í helgina mína – sem hófst raunar á útikvöldi foreldranna, með sushiáti, drykk á Loftinu, blaðri og bulli á meðan Bessinn hegðaði sér eins og það fyrirmyndarbarn sem hann er hjá frænku sinni og steinsofnaði bara eftir pöntun. Jess! Það er vor í lofti, nýir og bjartari tímar framundan… Er það ekki bara?

 

Merkt , , , , ,

The Scared is scared

 

Ó, en sú dásemd.Stuttmyndin The Scared is scared er afrakstur þess þegar kvikmyndagerðarkonan Bianca Giaever spurði sex ára gamla stelpu um hvað hún myndi gera kvikmynd. Þetta er útkoman: átta mínútur af æði, fullkomlega þess virði að gleðjast yfir með morgunkaffinu. Hér á Vimeo.

Merkt , , , ,
Auglýsingar