Greinasafn merkis: Laugarnes

Óðinsgötufrúin

Nammi!

Ég er líklega síðasta manneskjan í þetta partí, en ég er mætt! Ég hunskaðist loksins í miðbæjarútibú Frú Laugu, á Óðinsgötunni, í þeim erindagjörðum að næla mér í nokkrar af sikileysku blóðappelsínunum sem fólk er svo hrifið af. Það var sem sé ekkert spaug hvað þær eru góðar. Við keyptum tvær moro og tvær tarocco og stundum svo af ánægju þegar heim var komið. Ég er á leiðinni aftur í dag til að kaupa umtalsvert meira magn! Meira moro fyrir mig. Ég sver það, þetta er svona eins og að borða hollan Haribó-hlaupbangsa, nema betra.

Mér þykir annars frekar vænt um Frú Laugu, líður svolítið eins og ég þekki hana. Sem er frekar absúrd pæling, en samt. Til að byrja með er upprunalega verslunin til húsa á stað sem ég þekki eins og lófann á mér. Ég er úr Laugarnesinu og mitt hangs fyrir utan Laugalækinn er talið í árum, ekki dögum. Skalli, 10-11, bakaríið, skrýtna búðin sem seldi sjö hundruð tegundir af strokleðrum, allt var þetta á Laugalæknum. Augljóslega heitasti staðurinn í bænum! Og svo heitir verslunin Lauga, eins og amma mín góð sem mér þykir svo undurvænt um. Þið heyrið það, við Lauga erum meant to be.

Auglýsingar
Merkt , ,
Auglýsingar