Greinasafn merkis: kvikmyndir

The Scared is scared

 

Ó, en sú dásemd.Stuttmyndin The Scared is scared er afrakstur þess þegar kvikmyndagerðarkonan Bianca Giaever spurði sex ára gamla stelpu um hvað hún myndi gera kvikmynd. Þetta er útkoman: átta mínútur af æði, fullkomlega þess virði að gleðjast yfir með morgunkaffinu. Hér á Vimeo.

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Kjúklingur með plómum

Ég er viðþolslaus, mig langar í Bíó Paradís að sjá þessa dásemd eigi síðar en akkúrat núna. Núna! Guðminngóðurjedúdda hvað þetta lítur óborganlega vel út. Marjane Satrapi heillaði mig upp úr skónum með teiknimyndinni Persepolis, sem mér fannst algerlega frábær. Kjúklingur með plómum er  leikin, en miðað við stikluna alveg ofboðslega visúalt falleg. Jeminneini. Ég er með svona Amelie-hjartslátt, þið vitið, sem maður fær þegar maður horfir á einhverja mynd sem fær hjartað til að syngja. Lalalalatída!

Ég er líka alveg stormandi hrifin af því þegar fólk notar sína eigin reynslu í sköpunarverk sín, þorir að segja sínar eigin sögur. Mér finnst það oft verða svo hjartnæmur, fallegur skáldskapur. Í mínum huga er það alltaf ákveðinn skáldskapur að segja sögur, líka ævisögur. Persepolis var sjálfsævisaga, en Kjúklingur með plómum er saga frænda Marjane, fiðluleikarans Nasser Ali Khan sem leggst í rúmið eftir að fiðlans hans brotnar.

Og svo dauðlangar mig líka að lesa Embroideries, sem fjallar um kynreynslu íranskra kvenna, skyldmenna Marjane. Hversu spennandi er það ekki?

En fyrst, kjúklingurinn.

Hver vill koma með mér í bíó, alternatívt passa Bessann?

Merkt , ,
Auglýsingar