Greinasafn merkis: ísland

Vetrarflótti

Fragments of Iceland eftir Lea et Nicolas Features á Vimeo

Dásamlega fallegur vetrardagur í dag og hér sit ég og hamast við lærdóm. Náði nú samt labbitúr með uppáhaldsfeðgunum mínum í vetrarsólinni og snjónum sem þekur allt hér í Hveragerðinu góða. Bessi smakkaði snjó í fyrsta sinn og leist ekkert á, ekki fyrr en foreldrarnir smökkuðu líka.

Dásamlega fallegur vetrardagur. En ef þið eruð ekki alveg tilbúin í snjóinn, kuldann, myrkrið, þá er hér stórkostlega fínt myndband til að minna ykkur á að sumarið kemur aftur, með vindinn sem fyllir brjóstið af frelsi og höfuðið af draumum. Dýrlegt. (Takk fyrir tipsið, Helga!)

Nú, aftur lærdómur.

Auglýsingar
Merkt , , , ,
Auglýsingar