Greinasafn merkis: etsy

Gimsteinasápur

Ókei, ég er búin að vera með í bígerð hérna vikum saman svona óskalistapóst. (Já, það tekur mig margar vikur að skrifa bloggfærslur. Ekki dæma mig). Ég ætla meira að segja að æfa mig í að splæsa myndum saman í fótósjopp og alltsaman. Búið ykkur undir mikilfengleika og/eða að fara illilega hjá ykkur. Fótosjopphæfileikar mínir eru mjög takmarkaðir svo ekki sé meira sagt, en mig langar mikið að þroska þá aðeins. Svona aðeins lengra en „hvernig kveikir maður á þessu?“.

En. Etsy sendir mér reglulega svona „dót sem við höldum að þér finnist fínt“-tölvupósta. Ef ég vissi ekki þegar að þessar tölvur vita mun meira um okkur en mæður okkar væri ég farin að trúa á tilvist Guðs, því mér finnst undantekningalaust eiginlega bara allt fínt. Í nýjasta póstinum kom þetta. Gimsteinasápur. Og fínt er úrdráttur aldarinnar, svo ég beinþýði enskan frasa.

Ég sá í hendi mér að umræddur óskalisti myndi fljótt umbreytast í níuhundruð myndir af þessari dýrð, svo það væri alveg eins gott að slengja þessu bara inn svona. Vesgú, níuhundruð myndir af sápum. Já, ókei, eða þrjár.

Ju. Fyrsta skref er bara að henda út sorglega gamla sturtuklefanum og búa til baðkar, því svona sápur á að nota í baði. Við kertaljós. Ég verð í bandi eftir fimm ár, þegar það er orðið raunhæft.

Auglýsingar
Merkt , ,

Óskalistinn og hið óvænta

Já jæja.

Þá eru ekki nema hvað, þrír mánuðir síðan ég ýjaði að því að hér væru einhver stórtíðindi sem ekki mætti segja frá. Sem var alveg rétt. Nú má ég kjafta – eða treysti mér til, öllu heldur. (Ekki það, ég hugsa að vel stærsti hluti lesendahóps þessa litla bloggs viti allt um málið nú þegar og hafi hlustað á mig kvarta og kveina síðustu vikur og mánuði.) En. Tata!

Haldiði ekki að Bessinn okkar Huginn sé að verða stóri bróðir? Ojújú. Lífið tekur stundum af manni völdin og þetta litla líf mætir í heiminn í mars. Meðgangan er rúmlega hálfnuð og ég get sagt að hún er gjörólík þeirri fyrri, af þeirri ástæðu einni að ég hef engan tíma til að hugsa sérstaklega um hana – ég er önnum kafin við að elta Bessa og skila skólaverkefnum. Og svo hef ég líka verið frekar upptekin í öðru persónulegu verkefni, sem ég vil ekki segja frá alveg, alveg, alveg strax, en felur líka í sér stórtíðindi. Og hefur heltekið mig þannig að mig dreymir ekki annað.

Það var nú það sko! Og skýringin á fallega tanntökuleikfanginu á myndinni hér að ofan. Sem er einn af ótal nýjum munum sem ég hef hnotið um á Etsy upp á síðkastið, þegar ég lýg því að sjálfri mér að ég þurfi nú nauðsynlega smá pásu frá lærdómi og að það sé tilvalið að sækja mér jólagjafainnblástur… Hér á eftir fylgja fleiri dæmi – allar myndir linkaðar við uppsprettuna!

 

Dásemdar fiftís náttlampi.

Plakat með mynd af metrókerfinu í Moskvu. Ég elska þessa liti!

Blóma- eða fjaðravasi úr gömlum tilraunaglösum og tilheyrandi statífi. Því miður ekki heimsendur út fyrir Bandaríkin, annars væri ég líklega búin að kaupa hann…

Einn af mörgum dásamlegum, útskornum fuglum í þessari verslun. Myndi sóma sér gríðarvel í barnaherberginu…

Gamaldags stjörnukort. Mér finnst þetta óskaplega fallegt . Og hægt að velja um ljósan eða dökkan við.

Ég er svolítið viðkvæm fyrir of væmnum – eða uppþvottalögslegum – ilmkertum. Þetta finnst mér hljóma ofboðslega vel. Því miður ekki sent út fyrir Bandaríkin. Bú!

Og loks, þessi armbönd, með mikilvægum dagsetningum í rómverskum tölustöfum.

Ég var rétt í þessu að uppgötva að fæðingardagur Bessa yrði ansi snotur: XX X MMXII. Næsti áætlaði dagur, öllu flóknari: XIV III MMXIV.

Ef einhver er jafn Etsy-sjúkur og ég má sá hinn sami auðvitað fylgjast með mér þar sem ég fer hamförum á favortite-takkanum. Hér er ég.

En þið? Og eigið þið uppáhöld á Etsy?

 

Merkt , ,

Úr ævintýraheimi

Það er eitthvað við þessa mynd, sem ég fann á síðasta (örstutta) innliti mínu á Etsy, sem heillar mig alveg. Gjörsamlega. Upp úr skónum og niður í stígvélin.

Þetta dýr, vísundurinn, er eins og eitthvað úr ævintýri. Narníu. Ég eins og bíð þess að hann snúi höfðinu og ávarpi mig. Og þar með er ég orðin forvitin um mýtur og goðsagnir um vísunda…

Merkt , , , ,

Með blóm í eyrunum

Ég veit fullvel að ég á aldrei eftir að leggjast í þessa framkvæmd sjálf, en ég pinnaði þetta samt á ljóshraða. . Svo er nú ekki víst að þetta sé alveg það praktískasta, en fegurðin… hún er óumdeilanleg.  Gerðu-það-sjálf iPhone-hulstur með pressuðum blómum. Nefnilega.

Hugmyndasmiðurinn heitir Clare McGibbon og vinnur fyrir Etsy. Hún deilir þessu verkefni á Etsy-blogginu, sjá hér. Allar myndir eru fengnar að láni þaðan.

Skref 1, raða blómum á hvítt hulstur.

Skref 2, líma þau á.

Skref 3, blanda resín og hella yfir (eða kvoðu? hvað kallar maður þetta?).

Og voila.

Mun ítarlegri leiðbeiningar á Etsy-blogginu. Þar er líka að finna alls konar annað skemmtilegt, svo ég mæli eindregið með innliti!

Merkt , , ,

Allir elska ull

 

 

Það jaðrar við að vera ósmekklegt hvað mig langar í þessa tölvutösku. Sú sem ég læt mig hafa að stinga djásninu mínu í svona dags daglega er úr einhverju sægrænu frauðplastsdrasli og skartar, eftir um fjögurra ára notkun, bæði  kaffiblettum og puttaförum sem fara ekki fet, sama hvað ég reyni að losna við þau. Þetta djásn, aftur á móti, er gert úr gömlu Pendleton-ullarteppi, en ég er agalega hrifin af þeim. Svo er hún fóðruð að auki til að tryggja öryggi tölvunnar. Fæst í þessari Etsy-búð hér, sem er reyndar líka með frekar snotur pennaveski úr Pendletonum. Já, og hulstur fyrir iPad og Kindle og svo framvegis og framvegis… Allir elska ull, er það ekki? Líka tæknin!

Merkt , ,

Ævintýri og miðnætursund

Já góðan daginn. Hér er viðburðarík helgi að baki og svo einn frekar öfugsnúinn mánudagur. (Ég svaf ágætlega í nótt svo ég vil nota tækifærið og biðja manninn sem var á loftpressunni undir svölunum mínum í allan gærdag afsökunar. Ég vona að þú sért hættur að hiksta núna.) Ég hef ákveðið að líta svo á að vikan hefjist bara hér og nú. Ég rífstarta með síðasta kaffinu (Hæ Bónus, sjáumst á eftir!) og nokkrum uppáhaldsorðum sem ég hef sankað að mér á Pinterest.

Adventure - by 48 Savy Sailors

by Danielle Burkleo at Take Heart

By Gemma Goode on DeviantART

Macheete Poster by Yawn

When you get into a tight place greeting card - by Local Wisdom Cards on Etsy

P.s. Myndirnar eru linkaðar við upphaflegar færslur, ekki bara Pinterest. Blaðamanninum í mér finnst nefnilega  skipta máli að halda því til haga hver á og sagði og gerði hvað. Höfundarréttur og internetið er allt saman frekar klístrað mál (stikkí bissniss, sko) en það er nú lágmark að reyna að finna uppsprettuna, ekki satt? Og að linka á Pinterest er í mínum bókum svona svipað og að setja Wikipedia-heimild í heimildaskrá í meistararitgerð. Ósmart. Vægast sagt. Ókeihættaðvælabless.

Merkt , , , , ,

Elsku Etsy, pt.1

Þær eru ófáar, tímagleypasíðurnar á internetinu góða. Ég get týnt nokkrum tímum í einu í að rápa á milli verslana á Etsy. Þegar ég finn verslun sem mér finnst æði kíki ég nefnilega alltaf á hvaða vörur og verslanir hún hefur merkt sem uppáhalds – og þannig koll af kolli þangað til ég ranka allt í einu við mér og á að vera löngu farin að sofa. Þessir gripir hafa ratað í mín uppáhöld á Etsy upp á síðkastið – og sumt jafnvel á Pinterest, sem er önnur og ekki síðri tímagleypasaga. (Hér er ég annars á Pinterest)

Juniper Green Leather Bangles with Gold or Silver Tubes - Leatherwraps

Leðurarmbönd frá versluninni Leatherwraps.

Expired Two - InTheGreyprintshop

Draumalandslag frá InTheGreyprintshop.

Cosmos Two Pack Ursa Major and Ursa Minor - lovecalifornia

Bjarnarpúðar með stjörnumerkjunum Litla birni og Stóra birni frá versluninni love, california. Ég er nefnilega orðin frekar veik fyrir öllu bangstengdu síðan sonur minn fékk nafnið Bessi.

Gemstone Nail Polish Black Onyx - GemstoneNailPolish

Naglalakk með ónyx frá Gemstone Nail Polish. Þessi seljandi býr til naglalökk með muldum eðalsteinum! Mér finnst það magnað. Þetta væri mjög skemmtileg gjöf, maður gæti þá valið bæði lit og stein með eiginleikum sem henta viðtakandanum.

Crow 16 k gold beak - Porcelainskulls

Krákukúpa úr postulíni með 18k gull-goggi frá Beetle and Flor.

Anatolian Turkish Rug Pillow Cover - mothersatelier

Púði úr endurunninni (hvað eru mörg n í því?) tyrkneskri kilim-mottu frá mother’s atelier.

Merkt , , ,

Dagbók drauma minna

Varlega áætlað á ég líklega svona tuttugu hálftómar glósubækur í fórum mínum. Mig langar samt í þessa. Hún er dagbók drauma minna. Núna. Frá Julia Kostreva og fáanleg á Etsy.

p.s. Ef ég væri ekki löngu búin að lúta í lægra haldi fyrir iCal gæti ég vel hugsað mér þessa líka.

Merkt

Ef ég ætti óskastein…

etsy1

…myndi ég óska mér þessarar hálsfestar frá Emily Green, til sölu á Etsy. Ó, svo Sunnuleg. Svo væri ekkert verra ef fötin fylgdu líka. Ókeitakkbless.

Merkt , ,
Auglýsingar