Greinasafn merkis: animation

A go go

Smá japanskt æði svona í helgarbyrjun. Ég fann þetta dásamlega vídeó á Vimeo og endaði á því að horfa á allt sem listakonan, Shishi Yamazaki, hefur sett þar inn. Hún. Er. Æði. Vá hvað ég er hrifin af stílnum hennar, sixtís-legri tónlistinni, dansinum… Ég dýrka þetta. YA-NE-SEN a Go Go er víst byggt á henni sjálfri að dansa í ýmsum hverfum Tókýó. Bjóddu mér upp, segi ég nú bara.

Nýjasta myndbandið er bara nokkurra vikna og hluti af útskriftarverkefni hennar frá listaháskóla í Tókýó. Það er gjörsamlega gloríus líka. Algjört augnakonfekt. Sjá hér.

Og þar með tralla ég áfram inn í helgina mína – sem hófst raunar á útikvöldi foreldranna, með sushiáti, drykk á Loftinu, blaðri og bulli á meðan Bessinn hegðaði sér eins og það fyrirmyndarbarn sem hann er hjá frænku sinni og steinsofnaði bara eftir pöntun. Jess! Það er vor í lofti, nýir og bjartari tímar framundan… Er það ekki bara?

 

Auglýsingar
Merkt , , , , ,
Auglýsingar