Greinasafn flokks: Myndmál

Vetrarflótti

Fragments of Iceland eftir Lea et Nicolas Features á Vimeo

Dásamlega fallegur vetrardagur í dag og hér sit ég og hamast við lærdóm. Náði nú samt labbitúr með uppáhaldsfeðgunum mínum í vetrarsólinni og snjónum sem þekur allt hér í Hveragerðinu góða. Bessi smakkaði snjó í fyrsta sinn og leist ekkert á, ekki fyrr en foreldrarnir smökkuðu líka.

Dásamlega fallegur vetrardagur. En ef þið eruð ekki alveg tilbúin í snjóinn, kuldann, myrkrið, þá er hér stórkostlega fínt myndband til að minna ykkur á að sumarið kemur aftur, með vindinn sem fyllir brjóstið af frelsi og höfuðið af draumum. Dýrlegt. (Takk fyrir tipsið, Helga!)

Nú, aftur lærdómur.

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Bleikt

Eitt orð: vá. Hér má sjá vatnið Hutt Lagoon í vestur-Ástralíu, sem er svona fallega bleikt. Liturinn kemur til vegna náttúrulegra þörunga sem eru reyndar ræktaðir í vatninu og notaðir til framleiðslu á litarefnum í mat. Ljósmyndarinn Steve Back  hefur fangað fegurðina á filmu þannig að úr verða abstrakt listaverk.

Náttúran er ótrúleg. Og náttúran þegar maðurinn hefur aðeins farið um hana höndum ekki svo slæm í öllum tilfellum heldur…

Hutt Lagoon kemur fyrir á fleiri myndum Backs, frá öðru og ekki síðra sjónarhorni. Mikið er þetta óskaplega fallegt.

Varð á internetvegi mínum hér.

Merkt , , ,

Ég ♥ Flateyri

Flateyri 4

Flateyri 6

Flateyri 7

Á sunnudaginn pökkum við í bílinn, sendum smá bæn til æðri valda þess efnis að Bessinn haldi sönsum, og leggjum í hann á Flateyri, þar sem við ætlum að vera út júní. Ég og Bessi förum reyndar í húsmæðra&barnaorlof til mömmu í Svíþjóð í tvær vikur, en annars er það eyrin. Elsku eyrin.

Flateyri 8

Flateyri 5

Flateyri 1

Nú eru þrjú ár síðan ég kom þangað fyrst, eftir að hafa ráðið mig í sumarvinnu í gamalli bókabúð þar sem notaðar bækur eru seldar eftir vigt og loftið ilmar af menningu. Þið vitið, svona rykfallinni menningu. Og Gufan er alltaf á. Þrjú sumur sat ég í bókabúðinni á daginn, drakk kaffi og hlustaði á útvarp og prjónaði og talaði við gesti sem elska líka bækur; sýndi þeim íbúðina þar sem kaupmannshjónin bjuggu og tíminn hefur staðið í stað; rýndi í litbrigði himinsins; talaði meira og kynntist fastagestum sem ég á eftir að sakna; lærði á gólfið og hvar það brakar; rak nágrannakettina reglulega út þegar þeir höfðu gert sig heimankomna í dýrmætum sófa; og las, las, las, las.

Flateyri 2

Massastaðagrill2

Þetta sumar verður dálítið öðruvísi. Ég verð til dæmis ekki í bókabúðinni, heldur í næsta húsi. Atli verður að vinna á Vagninum og ég verð í Bessaleyfi (get it?). Og ég verð ekki á Vagninum öll kvöld, að súpa á bjór og ræða heimsmálin úti á palli á meðan miðnætursólin neitar að fara að sofa. En ég verð á Flateyri. Þar sem júní er svo bjartur að það er nóg til að halda á manni hita yfir alla hina mánuðina. Þar sem ég þekki hverja holu á veginum út að Klofningi, klettinum þar sem álfarnir hópast að manni og fylla mann orku. Þar sem loftið er ferskast, vatnið tærast, fjöllin sönnust. Og allir dagar eru góðandaginndagurinn.

Massastaðagrill3

Massastaðagrill5

Massastaðagrill

Ó, ég hlakka til. Björtu nætur, fersku vindar, syngjandi strá, skemmtilega fólk, ilmandi blóðberg  – hér kem ég.

Flateyri 9

Merkt , , , ,

Frænkan mín fríð

Fríða 8b

Þegar maður á barn sem neitar að lúra lengur en í 45 mínútur í senn, sjálfu sér og foreldrum til nokkurs ama, gefur auga leið að ef umrætt barn sofnar á vagnrölti fær það að klára sínar mínútur. Og þá er gott að búa í miðbænum, þykir móðurinni. Ef við byggjum í Grafarvoginum væri ég líklega fastakúnni númer eitt í Spönginni. Að henni ólastaðri þykir mér nú ólíkt skemmtilegra að stinga nefi inn í verslanir á borð við Fríðu, frænku okkar allra. Það er líka frekar mikið auðvelt að drepa einhverjar mínútur þar inni á meðan Bessinn lúrir fyrir utan (sjá vinstra hornið á mynd hér að ofan.) Ég lét mér nægja að skoða og taka myndir í þetta skiptið, en þurfti að slá á eigin putta nokkrum sinnum…
Fríða 7

Ég elska hvað það úir og grúir saman alls kyns dóti.

Fríða frænka 1

Ef ég væri milli hefði næstfremsti stóllinn, tekk- og leðurgæinn, og bræður hans þrír komið með mér heim. Undurfínir!

Fríða 6

Fríða 4

Knús í glugga.

Fríða 5

Fríða 2

Merkt , , , ,

Fagur febrúar

Reykjavík Grettisgata 1

…og fimbulkaldur, mætti kannski fylgja. Eða þannig, ég er orðin svo merkilega góðu vön að ég er hætt að hugsa eins og Íslendingur í febrúar og æði bara út á stuttubuxum, eða hérumbil. Í gær kom það mér í koll, þar sem vindurinn var einmitt mjög meðvitaður um að hann væri á Íslandi, í febrúar, og var alveg hreint svellkaldur. Bessi náði ekki að loka augunum í vagninum áður en berhöfðaða ég var komin með hor. Myndavélin var nú samt á lofti eina Grettisgötu og brot úr Njálsgötu, en þá fengu loppnir fingur nóg og ég tók strikið í vinkonueldhús og ornaði mér yfir rúmum lítra af kaffi eða svo.

En falleg er hún, borgin, í febrúarveðri.

Reykjavík Grettisgata 3

Reykjavík Grettisgata 2

Njálsgata 2

Njálsgata 1

Grettisgata 4

Reykjavík Grettisgata 5

Ég er sérlega ánægð með þessa síðustu. Hrikalega fótógenísk kisa!

Merkt , , ,

Only the cat is poetry

Kisa 1

„The dog may be wonderful prose, but only the cat is poetry“, segir franskt máltæki.

Ég fann þessar myndir á ráfi aftur í tímann í iPhoto-inu mínu. Teknar hjá mömmu í Svíþjóð fyrir tæpum tveimur árum. Í kjölfarið saknaði ég a. linsunnar minnar góðu sem tók svo fallegar myndir. Hún varð fyrir óhappi og lét lífið á Indlandi. Æ, hvað mig langar í nýja! b. kisunnar hennar mömmu, sem hún varð að láta frá sér.  c. kettlinganna fjögurra. Það útskýrir sig sjálft. Hvað er huggulegra en að hafa svona gaura bröltandi á sér? Jú, ókei, hálsakotið á Bessanum, en mjög fátt annað.

Kisa 2

Kisa 3

kisa 4

Dísús. Mig langar í kött. Hvernig ætli það samræmist lífinu á þriðju hæð og með ungabarn? Hm? Risakattastigi upp á svalir, er það eitthvað?

Merkt , ,

Kórall og smoky bay

Reykjavík 18 jan - smoky bay

Ég er að færa mig upp á skaftið í myndavélarmálum og farin að fikta við manúal-stillinguna á vélinni. Það held ég nú. Þessar eru svipmyndir frá dásamlegu langalúrsrölti í blíðviðri í síðustu viku. Það var næstum því vor í lofti, sól og sjávarlykt. Dásemd.

Reykjavík 18 jan sign

Reykjavík 18 jan rakari

Reykjavík 18 jan hús

Reykjavík 18 jan gata

Reykjavík 18 jan fönix

Reykjavik 18 jan kerra

Reykjavik 18 jan hlið

Mikið er Vesturgatan annars orðin hundrað sinnum huggulegri eftir að hún varð einstefna. Næsta aðsetur mitt í borginni, þegar að því kemur að við verðum að yfirgefa Klapparstígshöllina, má gjarnan vera á þeim slóðum.

Merkt , ,

Fyrir ári síðan…

Cochin krydd jan 12

… tók ég þessa mynd í Cochin í Kerala á Indlandi. Það var um það bil fjörutíu stiga hiti, við höfðum verið á ferðinni í tæpan mánuð og áttum enn næstum tvo eftir í ryki og hita og mannmergð og áreiti. Tvo mánuði enn af hælsærum og svita og kuldaskjálfta í næturlestunum og chai-drykkju og thali-áti og ævintýrum og uppákomum, árekstrum og átökum og, svo, í lokin, óléttu.

Ó, Indland. Mikið ertu langt í burtu núna.

Það sem er hins vegar ekki langt í burtu eru myndirnar 930 sem ég á eftir að sortera og gera eitthvað við. Ja, 929 núna. Það væri kannski ráð að fara að gera eitthvað í þeim efnum.

Merkt , , ,

Hverfisgötupönk

Hverfisgata

Myndavélin fékk aftur að fara með út í göngutúr. Í þetta sinn dreif hún upp Hverfisgötuna, áður en það fór að rigna og þolinmæðin þvarr. Mér finnst eitthvað sjarmerandi við Hverfisgötu. Hún er svo skrýtin; bæði ótrúlega hugguleg á köflum og svo niðurnídd og skítug annars staðar. Mér finnst hún líka hálfútlandaleg – ef maður lygnir aftur augunum getur maður alveg ímyndað sér að maður sé í einhverri allt annarri borg, víðs fjarri Laugaveginum.

Hún hefur karakter sem mér finnst skemmtilegur. Virðulegur neðri hlutinn mætir sköpunarglöðum unglingi og klípu af pönki þegar ofar dregur. Ég fíla það.

Mín myndavél dróst að smáatriðum og litagleði á annars ferlega gráum degi.

Hverfisgata 5

Hverfisgata 4

Hverfisgata 2

Hverfisgata 3

Merkt , , ,
Auglýsingar