Gimsteinasápur

Ókei, ég er búin að vera með í bígerð hérna vikum saman svona óskalistapóst. (Já, það tekur mig margar vikur að skrifa bloggfærslur. Ekki dæma mig). Ég ætla meira að segja að æfa mig í að splæsa myndum saman í fótósjopp og alltsaman. Búið ykkur undir mikilfengleika og/eða að fara illilega hjá ykkur. Fótosjopphæfileikar mínir eru mjög takmarkaðir svo ekki sé meira sagt, en mig langar mikið að þroska þá aðeins. Svona aðeins lengra en „hvernig kveikir maður á þessu?“.

En. Etsy sendir mér reglulega svona „dót sem við höldum að þér finnist fínt“-tölvupósta. Ef ég vissi ekki þegar að þessar tölvur vita mun meira um okkur en mæður okkar væri ég farin að trúa á tilvist Guðs, því mér finnst undantekningalaust eiginlega bara allt fínt. Í nýjasta póstinum kom þetta. Gimsteinasápur. Og fínt er úrdráttur aldarinnar, svo ég beinþýði enskan frasa.

Ég sá í hendi mér að umræddur óskalisti myndi fljótt umbreytast í níuhundruð myndir af þessari dýrð, svo það væri alveg eins gott að slengja þessu bara inn svona. Vesgú, níuhundruð myndir af sápum. Já, ókei, eða þrjár.

Ju. Fyrsta skref er bara að henda út sorglega gamla sturtuklefanum og búa til baðkar, því svona sápur á að nota í baði. Við kertaljós. Ég verð í bandi eftir fimm ár, þegar það er orðið raunhæft.

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: