Lykke & Other Stories

Það er ágætt fyrir budduna mína, og í beinu framhaldi aðbúnað barna minna og óektamanns, að & Other Stories sé ekki til á Íslandi. Kannski sér í lagi nú, þegar afrakstur samvinnu Lykke Li og merkisins er væntanlegur í verslanir. Forvitnir fengu smá smjörþef af línunni með þessu oggulitla en mjög svo huggulega myndbandi í gær.

Ég fæ svona suð í tærnar af hrifningu, þið vitið? Línan ku vera óskalisti Lykke Li sjálfrar, klassískar, svartar flíkur með beinum, einföldum línum. Svona maskúlína, mætti segja. (Ég segi mjög vonda brandara, já.)

Lykke er í mínum bókum með flottari konum í heimi hér, hún er töffa alteregóið mitt, konan sem ég væri ef ég hefði tíma og efni og kraftinn til. (Í staðinn held ég áfram að rokka mínu tætta, upplitaða sumarhári og sjö ára gömlum hlírabolum úr HM. Þetta er ekki tískublogg, ef einhver skyldi halda það.)

Ég meina jeminn. 

 

Þessi síðasta er nú alveg til þess fallin að blása tattúpælingum húsfreyjunnar byr undir báða vængi. Hm. 

Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, þó ekki væri nema til að geta beint dagdraumunum í einhvern góðan farveg. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: