I’m thinking of you but not in a creepy way

Ég hnaut um tækifæriskortin hennar Emily McDowell á Etsy fyrir löngu síðan, hló upphátt og forwardaði á alla sem ég þekki. Næstum. 

 

 

Hún gerir líka þetta hérna, sem ég trúi í hjarta mínu að súmmeri upp nokkurn veginn öllum langtímasamböndum fólks undir fertugu í heiminum:

Talandi um það er ég alltaf að daðra við að bannlýsa síma og tölvur úr svefnherberginu. Það heyrir reyndar til algjörra undantekninga að tölvurnar fái að koma upp í rúm að kvöldi til, mér til mikillar ánægju. Það er verra með símann. Ég ánetjaðist mínum þegar ég þurfti að halda mér vakandi yfir ungabörnum heilu og hálfu næturnar og ég er eitthvað voðalega háð því að hafa hann alveg við hliðina á mér. Sem er absúrd, það er ekki eins og ég sé að bíða eftir símtali frá Hvíta húsinu eða sætasta strák sem ég hef séð. (Sá sefur við hliðina á mér.)

Já. 

Kort, sem sé. Þau eru málið. Ef maður er hins vegar ekki æstur í að panta sér handgerðu kortin hennar Emily alla leið frá Amríku en vantar eitthvað skemmtilegt til að setja utan á pakka mæli ég hundrað prósent með ljósmyndakortunum sem fást á Borgarbókasafninu, með myndum úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þau eru æði. Og ljósmyndavefurinn þeirra alveg til þess gerður að fá mann til að gleyma bæði stund og stað og kvöldmatnum í ofninum. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: