New York City Ballet

cityballet

Ég dansaði í nokkur ár. Frá svona tólf ára aldri og til átján, hérumbil. Fyrsta jazzballetttímann var ég pínd í – mömmu leist ekki á hvað ég var farin að ganga unglingsstelpuhokin og asnaleg. Ætli það hafi svo ekki liðið svona tvær vikur þar til ég var orðin teinrétt í baki og enn útskeifari en áður. Ég elskaði dansinn. Elskaði hann.

Ári síðar bættist ballett á stundatöfluna. Ég hef sjaldan verið jafn algjörlega út úr kú í lífinu og í mínum fyrsta balletttíma, umkringd stelpum sem flestar ef ekki allar höfðu dansað einhvern ballett áður. Sumar voru meira að segja að koma úr Listdansskólanum. Ég snéri hins vegar öfugt við stöngina og vissi nákvæmlega ekki neitt hvað ég ætti að gera við handleggina á mér. Og aftur, svona tveimur vikum síðar var ég heilluð. Þá upphófst sorgartímabil þar sem ég grét þann bitra sannleika að ég myndi aldrei verða ballerína, ekki fyrst ég byrjaði svona seint. Talsverður skortur á hæfileikum hafði kannski eitthvað með þau örlög að gera líka, en hvað um það.

Ég fæ í staðinn útrás með því að horfa á aðra og mun hæfileikaríkari dansara. Þessir stuttu þættir hérna, sem Sarah Jessica Parker framleiðir um New York City Ballet fyrir AOL, eru, eins og Kaninn segir, right up my alley.

cityballet2

Og enn og aftur er ég inspíreruð. Þegar ég er hætt að burðast um með þessa risavöxnu kúlu og komin með örlítið skárri hreyfigetu (nú hreyfi ég mig svolítið eins og níræð kona í göngugrind) ætla ég að þefa uppi fullorðinsballett. Ó já. Einn tveir og grand plié. Þangað til mæli ég eindregið og innilega með því að hverfa inn í corps de ballet-inn hjá New York City Ballet. Draumur í dós.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: