Óskalistinn og hið óvænta

Já jæja.

Þá eru ekki nema hvað, þrír mánuðir síðan ég ýjaði að því að hér væru einhver stórtíðindi sem ekki mætti segja frá. Sem var alveg rétt. Nú má ég kjafta – eða treysti mér til, öllu heldur. (Ekki það, ég hugsa að vel stærsti hluti lesendahóps þessa litla bloggs viti allt um málið nú þegar og hafi hlustað á mig kvarta og kveina síðustu vikur og mánuði.) En. Tata!

Haldiði ekki að Bessinn okkar Huginn sé að verða stóri bróðir? Ojújú. Lífið tekur stundum af manni völdin og þetta litla líf mætir í heiminn í mars. Meðgangan er rúmlega hálfnuð og ég get sagt að hún er gjörólík þeirri fyrri, af þeirri ástæðu einni að ég hef engan tíma til að hugsa sérstaklega um hana – ég er önnum kafin við að elta Bessa og skila skólaverkefnum. Og svo hef ég líka verið frekar upptekin í öðru persónulegu verkefni, sem ég vil ekki segja frá alveg, alveg, alveg strax, en felur líka í sér stórtíðindi. Og hefur heltekið mig þannig að mig dreymir ekki annað.

Það var nú það sko! Og skýringin á fallega tanntökuleikfanginu á myndinni hér að ofan. Sem er einn af ótal nýjum munum sem ég hef hnotið um á Etsy upp á síðkastið, þegar ég lýg því að sjálfri mér að ég þurfi nú nauðsynlega smá pásu frá lærdómi og að það sé tilvalið að sækja mér jólagjafainnblástur… Hér á eftir fylgja fleiri dæmi – allar myndir linkaðar við uppsprettuna!

 

Dásemdar fiftís náttlampi.

Plakat með mynd af metrókerfinu í Moskvu. Ég elska þessa liti!

Blóma- eða fjaðravasi úr gömlum tilraunaglösum og tilheyrandi statífi. Því miður ekki heimsendur út fyrir Bandaríkin, annars væri ég líklega búin að kaupa hann…

Einn af mörgum dásamlegum, útskornum fuglum í þessari verslun. Myndi sóma sér gríðarvel í barnaherberginu…

Gamaldags stjörnukort. Mér finnst þetta óskaplega fallegt . Og hægt að velja um ljósan eða dökkan við.

Ég er svolítið viðkvæm fyrir of væmnum – eða uppþvottalögslegum – ilmkertum. Þetta finnst mér hljóma ofboðslega vel. Því miður ekki sent út fyrir Bandaríkin. Bú!

Og loks, þessi armbönd, með mikilvægum dagsetningum í rómverskum tölustöfum.

Ég var rétt í þessu að uppgötva að fæðingardagur Bessa yrði ansi snotur: XX X MMXII. Næsti áætlaði dagur, öllu flóknari: XIV III MMXIV.

Ef einhver er jafn Etsy-sjúkur og ég má sá hinn sami auðvitað fylgjast með mér þar sem ég fer hamförum á favortite-takkanum. Hér er ég.

En þið? Og eigið þið uppáhöld á Etsy?

 

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: