Eitt ár

Bessi - gemmér

Þetta hnoss er eins árs í dag. Eins árs. Það er alveg absúrd.

Síðustu tvo sólarhringa eða svo hef ég litið oftar á klukkuna en oft áður. Og í hvert skipti hefur hugurinn hvarflað ár aftur í tímann. Á þessum tíma í fyrra gat ég ekki sofið út af einhverri óáran sem ég áttaði mig ekki á að væru hríðar. Á þessum tíma í fyrra voru ljósurnar mínar að koma. Á þessum tíma í fyrra var ég komin ofan í baðið. Á þessum tíma í fyrra klöngraðist ég niður tröppurnar á náttslopp og í boxerbuxum af Atla, dauðþreytt en algjörlega fókuseruð á að klára verkefnið. Á þessum tíma í fyrra varstu lagður í fangið á mér, heitur og sleipur og svo algjörlega, dásamlega þú frá fyrsta augnabliki. Á þessum tíma í fyrra svafstu sæll í glærri vöggu og ég gat ekki hætt að horfa á þig og löngu neglurnar þínar, þó ég ætti að vera steinsofandi eftir erfiðustu átök lífs míns og allt of langa vöku.

Bessi 1

Á þessum tíma, á þessum tíma.

Þetta ár er búið að vera besta og erfiðasta ár lífs míns. Í dag hugsa ég til baka, man alla dagana sem ég hreinlega óskaði mér að árið væri liðið, bara af því að ég hélt ég gæti ekki meira af vöku eða gráti eða ráðaleysi þess tíma. Og í dag óska ég mér frekar að ég gæti spólað til baka og byrjað upp á nýtt, þrátt fyrir alla erfiðu dagana.

Bessinn minn Huginn. Þú ert mér allt.

Bessi - fyrsta kakan

Ég vona og trúi að þú komir jafn dásamlega glaður, blíður, skemmtilegur og hundraðprósentþú út úr næsta ári, þó það verði þér líklega oggulítið erfitt á köflum.

Verði þér að fyrstu möffinskökunni þinni, djásnið mitt og gersemi. Ég get ekki beðið eftir að baka fleiri fyrir þig.

Auglýsingar

4 hugrenningar um “Eitt ár

  1. Hafdís Odda skrifar:

    Innilega til hamingju með einsárs yndishnokkann þinn, það trítluðu tár um vanga minn við lestur þessa pósts. Fallegt.

  2. Helga Lind skrifar:

    Nei litla ljósið! Ég fattaði ekki að barnið væri nýorðið eins árs þegar ég hitti þig áðan. Ég kyssi þig bara næst þegar ég rekst óvart á þig á þessu sama borði. Þú berð þá kossinn kannski áleiðis til afmælisbarnsins? Eða kannski að við MR förum að kíkja í heimsókn, það væri líka alveg hægt. Allavega miðað við öll loforðin sem hafa hljómað eitthvað í þá áttina. Hah.

  3. Erla skrifar:

    Til hamingju með barnið, eins árs afmæli eru yndisleg -erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: