Uppskrift að hamingju

Ströndin

 

Ég lifi. Og við öll.

Síðustu tvær vikur hafa verið ansi hreint viðburðaríkar og yfirmáta æðislegar, eiginlega. Bessinn er byrjaður á leikskóla, hjá dásamlegustu leikskólakennurum sem maður gæti óskað sér. Tíu sekúndna grátkastið þegar foreldrarnir skilja hann eftir á morgnana er samt ekki beint til þess fallið að efla geðheilsuna neitt sérstaklega, en þá er gripið til möntrunnar þettaverðuralltílagiþettaverðuralltílagimammafóraðvinnaþegarégvarþriggjamánaða. Vonum að hún haldi áfram að virka og að grátköstin hætti. Sem fyrst, takk.

Bessinn kominn á leikskóla, og ég (enn og) aftur í minn skóla. Ætli ég gangi ekki aftur í Árnagarði þegar að því kemur. Og þessar tvær vikur hafa verið dásamlegar. Ég er sem sé ekki kona sem gæti verið heima með barn árum saman. Eða, jú, gæti eflaust, en það er ekki uppskrift að minni hamingju. Þetta, að fá að verja deginum í eitthvað krefjandi og erfitt og fyrir vikið hrikalega skemmtilegt, og fá svo að sækja Bessann minn og njóta hverrar einustu mínútu sem eftir lifir dags með honum, frá því að við vinkum bless á leikskólanum og þangað til augun í honum ranghvolfast í mömmufangi á meðan við syngjum bíum bíum bambaló. Það er mín uppskrift.

Í öðrum fréttum verð ég þrítug eftir tíu daga. Spes.

Jájá.

Ég ætla að nýta tímann og læra ögn á meðan Bessinn lúrir. Áður en ég tek aftur til við að njóta hans, slúbbertsins míns með leikskólahorið, sem streðar nú við að standa upp við allt og ekkert og er orðinn sérlegur áhugamaður um uppþvottavélar. Molinn minn.

 

 

 

Auglýsingar
Merkt , ,

3 hugrenningar um “Uppskrift að hamingju

  1. Helga Lind skrifar:

    Ég vil kaffideit í Árnagarði! Kaffið þar er líka mun betra en á HT.

  2. Eygló skrifar:

    Ég þekki þig nú ekki en ég rambaði óvart á bloggið þitt fyrir dálitlu síðan og mér finnst það alveg dásamlega fallegt! Takk fyrir :)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: