Lífið er það sem gerist

Það er svo margt sem ég vil segja; núna, núna strax. En ég verð að sitja á mér enn um sinn. Þið vitið hvað Kaninn segir: Life’s what happens while you’re busy making other plans. Sá sannleikur hefur bara aldrei átt jafn óskaplega vel við mig og mitt líf.

Sem er gott. Lífið, sko. Og margt, margt spennandi framundan.

Eftir þrjár vikur förum við til Svíþjóðar, litla fjölskyldan. Ég hlakka barnslega mikið til. Bessa bíður lítil buslulaug í ömmugarði, og mín og Atla bíður hengirólan. Stór tré með laufi sem bærist í golunni, svignandi matjurtir, ilmandi gróðurhús og dásamlegur félagsskapur. Kannski, ef við erum hugrökk og veðrið er ennþá sumarheitt, verður fleiru en tám dýft í sjóinn.

Þegar við komum heim tekur uppáhaldsárstíðin mín við. Haustið. Ég elska haustið. Sérstaklega elska ég að byrja í skóla að hausti. Og ég er einmitt að byrja í skóla í haust. Ég komst inn í draumanámið mitt, meistaranám í ritlist. Í tvö ár fæ ég að „vinna“ við að skrifa, lesa, lifa og hrærast í bókmenntum og skrifum og pælingum og hræringum. Hvílík forréttindi. Ég fæ bæði fiðrildi og pínu illt í magann af að hugsa um það, og það er allra besta tilfinningin. Að vera bæði yfir mig spennt og ofboðlítið smeyk. Þá veit maður að það er þess virði.

Í sömu viku byrjar Bessi á leikskóla. Litli, stóri strákurinn minn. Miðað við taumlausa gleði hans og áhuga í hvert skipti sem á vegi okkar verður barn á svipuðum aldri og hann held ég að það verði ekki stórt vandamál. Að minnsta kosti ekki fyrir hann. Ég á kannski eftir að eiga erfiðara með mig…

Í lok september verð ég þrítug. Eftir nokkra umhugsun hvarf ég frá plönum um stórbrotna veislu með besta næntís-playlista sögunnar. Í staðinn pökkum við Atli niður í töskur og látum okkur hverfa yfir helgi í október, leyfum ömmum og öfum að hamast við að dekra við Bessa á meðan við dólum okkur um Parísarstræti, nýtum öll tækifæri til að setjast niður og gæða okkur á einhverju góðgætinu og tölum frá okkur allt vit við Signu. Og sofum. Í hótelrúmi. Frameftir!

Lífið. Það er gott. Gottgottgott.

Nú ætla ég út í sólina.

Ps. Myndin er eftir Irene Suchocki, hverrar etsy-verslun má skoða hér. Hún er draumur. Og myndina sjálfa má kaupa hér.

Auglýsingar
Merkt , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: