Einn og tveir og þrír

IMG_3049

Ég er að vinna, hamast í vinnu, les les les og leiðrétti leiðrétti leiðrétti og deadlænið nálgast og ég má ekkert vera að stela mér fimm mínútum í að blogga en ég er samt að því (ekki skamma mig, mamma!). Bara til að segja þrennt, örstutt.

Í fyrsta lagi: Ég á flugmiða til Svíþjóðar. Ég hef óbeit á ofnotkun upphrópunarmerkja, en þið getið ímyndað ykkur svona eins og góðan tug þarna, slík er ánægjan. Og það er ekki bara ég sem á miða, heldur líka Atli og Bessi. Fjölskylduferð til Nangijala í lok ágúst. Ó, draumur.

Í annan stað: Það er ótrúlega, ólýsanlega góð tilfinning að vinna við eitthvað sem manni finnst bæði krefjandi og sjúklega skemmtilegt. Í mínu tilfelli að prófarkarlesa þýðingu – og fá meira að segja að hafa puttana svolítið í þýðingunni. (Það er svo öllu verri tilfinning að það er svo illa borgað að ég væri betur sett á Bónuskassa. Can’t win them all eins og þeir segja.) Að því sögðu er umrætt deadline alveg skuggalega nærri og ég fer því  líklega huldu höfði næstu daga.

Í þriðja lagi: Mér finnst hryllilega gaman að fá komment. Alveg svona skríki-eins-og-smástelpa-gaman. Svo ef þið viljið gera góðverk megið þið gjarnan segja hæ hérna einhvers staðar. (Nema þið ætlið að segja mér hvað ég sé ljót og leiðinleg, þá megið þið svo sem alveg halda því út af fyrir ykkur.)

Áfram veginn!

Auglýsingar
Merkt , , ,

4 hugrenningar um “Einn og tveir og þrír

 1. Hafdís Odda skrifar:

  Sunna Dís, við lestur bloggsins þíns, reyndar allra blogga eftir þig sem ég les, fyllist ég bara gleði og hamingju. Hversdagslegir hlutir fyllast lífi og fá ævintýraljóma þegar þú hefur slegið þeim á lyklaborðið og birt hér. Takk fyrir það og takk fyrir að fá að njóta. Eigðu góðan dag og gangi þér vel við prófarkalestur. Kærleikskveðja Odda

 2. Helga Margrét skrifar:

  Roslega skemmtilegt blogg!!!(djók) Hef yfirleitt ekki mikla þolinmæði fyrir bloggum þar sem textarnir eru langir en þín er alltaf svo ægileg skemmtileg, persónuleg og fallega orðuð. Takk fyrir mig og áfram þú

  • sunnadis skrifar:

   Ég held ég hafi skotið mig í fótinn með þessu upphrópunarmerkjaatriði. Jæja. Takk fyrir takk sömuleiðis, það er óskaplega mikið gaman að heyra! (!!!)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: