Bleikt

Eitt orð: vá. Hér má sjá vatnið Hutt Lagoon í vestur-Ástralíu, sem er svona fallega bleikt. Liturinn kemur til vegna náttúrulegra þörunga sem eru reyndar ræktaðir í vatninu og notaðir til framleiðslu á litarefnum í mat. Ljósmyndarinn Steve Back  hefur fangað fegurðina á filmu þannig að úr verða abstrakt listaverk.

Náttúran er ótrúleg. Og náttúran þegar maðurinn hefur aðeins farið um hana höndum ekki svo slæm í öllum tilfellum heldur…

Hutt Lagoon kemur fyrir á fleiri myndum Backs, frá öðru og ekki síðra sjónarhorni. Mikið er þetta óskaplega fallegt.

Varð á internetvegi mínum hér.

Auglýsingar
Merkt , , ,

4 hugrenningar um “Bleikt

 1. Erla skrifar:

  Ég rakst á bloggið þitt fyrir nokkrum mánuðum síðan og er það nú vistað kyrfilega í bookmarks. Mjög skemmtileg skrif, gaman að lesa það sem þú skrifar um. Held að þetta sé bara hreinlega í uppáhaldi í blogg-ókunnugra-hringnum. Ákvað að segja þér það bara, jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt. Það er miklu skemmtilegra.

 2. sunnadis skrifar:

  Jiminn, en gaman að heyra! Takk fyrir að segja það þó við þekkjumst ekki baun!

  ps. gott að vita að ég er ekki eina manneskjan á jörðinni sem er svo ótæknivædd að vera með allt í bookmarks ennþá… við erum augljóslega tvær ;)

 3. Erla skrifar:

  Heyrðu, úff, er einmitt bara nýbúin að lesa eitthvað aðeins um einhverjar aðrar leiðir en bookmarks. Ég sem hef alltaf litið á mig sem þónokkuð tæknivædda – þarf greinilega að líta í eigin barm.

  Mín er ánægjan, bara endilega haltu áfram að skrifa! Upphrópunarmerki og alles.

  • sunnadis skrifar:

   Æ, ég sé ekkert annað en bloglovin hingað og reader eitthvað þangað og skil ekki baun. Plús að þá fær maður endalaus meil um nýjar færslur og ég koxa bara og fer í hnút!

   Og haha – upphrópunarmerkjafóbían lýtur að því þegar fólk skrifar svona sautján í röð. Þá fæ ég taugakippi. Í andlitið. Það fer mér ekki vel. Ég er alveg kúl með eitt ;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: