Hversdagslúxus og dekadens

Image

Nei, getur þetta verið? Tvær færslur á sama degi? Nú er mál að krossa sig held ég bara, því heimurinn hlýtur að vera að farast.

IMG_3011

Við erum í Hveragerðinu góða, gistum í nótt og förum að dóla okkur heim á leið. Að vanda var boðið upp á frábæran félagsskap, dýrindis mat og besta spa í bænum og þótt mjög, mjög víðar væri leitað. Þriggjafasagufan er og verður besta hressingarlyf í heiminum. Hún er framkvæmd svona: Þvo af sér mögulega andlitsmálningu. Svo: heitur pottur – gufa – köld sturta. Endurtekið tvisvar, eða þar til húðin er orðin fallega grísableik og manni líður eins og maður hafi nuddað mentóli í hársvörðinn.

IMG_3013

Sirka svona.

Í öðrum fréttum finnst mér ég hafa himin höndum tekið að hafa uppgötvað Sóleyjarvörurnar. Ég hef engar betri andlitsvörur prófað. Vinkona mín sver að skrúbburinn Glóey sé sá besti á markaðnum, en ég á enn eftir að prófa hann. Og leirmaskann. Og svo er spurning hvort maður splæsi ekki í líkamsskrúbbinn Mjúk fyrst maður er að þessu á annað borð. Ég er ekki á launum hjá þeim, ég sver. Ég bara elska þetta dót og styn eiginlega af vellíðan bæði kvölds og morgna þegar ég þvæ mér í framan, og svo er svona extra gott fyrir sálina að það sé líka lífrænt og íslenskt og ekki stútfullt af erfðabreyttum parabenum og geimverufrumum. Þið vitið.

IMG_3012

Nú. Og af því að dekur er ekki dekur ef matur kemur ekki við sögu fær mynd af kjúklingasalatinu sem Atli bókstaflega hristi fram úr erminni á fimm mínútum í hádeginu að fljóta með. Og pínkulitlu blómabollakökurnar sem við fengum að smakka í stuttri heimsókn til frænku á Selfossi. Æt blóm. Það er eitthvað. Mín vegna má allt smjörkrem heimsins taka sig til og gufa upp, ég þarf ekkert á mína bollaköku annað en litla fjólu, stjúpu eða begóníu.

IMG_3016

IMG_3015

Æ og að lokum fær ein frá því á föstudaginn að fljóta með. Þá fórum við út að borða með frábæru fólki, á opnun myndlistarsýningar Söru Riel í Listasafni Íslands (sem er óstjórnlega flott, takk fyrir. Bæði sýningin og Sara.), út í drykk  og sprengdum hamingjuskalann bara. Í tilefni dagsins fengum við kampavínsglas og ostru í forrétt og mér hefur bara aldrei fundist ég jafn raffíneruð. Dekadent. Heimskona, sko.

IMG_2979

(Og svo fór ég heim og leysti barnapíuna af og fékk mér ristað brauð og fór að sofa, rétt upp úr miðnætti. En. Dásamlegt kvöld í alla staði).

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Ein hugrenning um “Hversdagslúxus og dekadens

  1. Draumey skrifar:

    Hrikalega flottar þessar blómabollakökur! En kjúklingasalatið var líka alveg freeekar girnó. Hvurnig er það, fer ekki að styttast í komu ykkar Atla í Hagadalssveit? ;-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: