Brúðkaupablætið

Ég er með smá brúðkaupablæti. Svona smá. Laumuskoða brúðarkjóla á Pinterest og dáist að skreytingum á bloggum og rissa upp lagalista í hausnum á meðan ég bíð eftir strætó. Þetta er allt mjög þeoretískt samt, ég er í rauninni ekki beint að hugsa um sjálfa mig í þessum aðstæðum heldur meira svona hvað þetta er nú allt voðalega skemmtilegt og gaman. Ef eða þegar að mér kemur á ég eflaust eftir að verða svo illa þjökuð af valkvíða að athöfnin fer fram í kyrrþey í hesthúsi einhvers staðar.

Það eina sem ég er búin að bíta í mig að ég myndi vilja gera er að einmitt afþakka mjög pent öll kaffistell og blómavasa en skrá mig (ókei þá, okkur!) á eina af þessum bráðsniðugu hveitibrauðsdagasíðum. Óskaplega er hveitibrauðsdagar annars óþjált orð. Hunangstunglið hljómar nú betur, er það ekki?

Ég sá hugmyndina fyrir einhverjum árum síðan hjá henni Joönnu (sem ég virðist nú vísa í í hverri færslu, sorrí með það) og fannst hún framúrskarandi. Miklu skemmtilegra og persónulegra en að gefa bara peninga upp í ferð.

Síðurnar (eins og til dæmis þessi hér) virka þannig að parið skráir sig og tínir síðan til ýmislegt sem það vill gera í brúðkaupsferðinni sinni. Segjum að áfangastaðurinn sé Ítalía. Gestir geta þá til dæmis valið að gefa hálfan flugmiða, eða skoðunarferð um Róm, leigu á vespum í einn dag, tvær chianti-flöskur, tvo gelato-ísa, lestarmiða, nótt á hótelsvítu, ilmkerti til að taka með… Jú neim itt. Fólk kaupir eitthvað af þessu á síðunni og parið fær aurana, en líka persónuleg skilaboð frá gefanda. Svo fer það í draumaferðina sína og upplifir eitthvað nýtt í boði vina og fjölskyldu á hverjum degi.

Ef þetta er ekki brilljant hugmynd þá veit ég ekki hvað. Og fyrir mína parta myndi ég miklu, miklu heldur vilja fara í ógleymanlega ferð sem allir sem ég elska eru einhvern veginn innviklaðir í, en að eignast stell af Iittalaglösum.

(Þetta ber þó ekki að túlka sem svo að ég taki ekki á móti Iittalaglösum svona alla jafna, ef einhver er ólmur í að gefa mér slík. Ég er alveg til í þau sko. Ha?)

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: