Ljúfa líf, ljúfa líf

Hvað haldiði, ég er komin aftur. Í borgina, í netsamband, í hversdaginn. Og ég nýt þess alla leið fram í fingurgóma. Ég sver það, ég er með svona vellíðunartilfinningu í öllum líkamanum. Meira að segja táneglurnar eru einhvern veginn malandi af sælu.

Ég er algjörlega sannfærð um að það gerir manni ekkert nema gott að fara aðeins út fyrir þægindarammann. Lifa án alls þess lúxus sem við erum orðin svo vön í okkar daglega lífi að við gerum okkur ekki grein fyrir því að hann sé einmitt, lúxus. (Þetta hljómar voðalega heilagt, en ég tók  með mér bæði matvinnsluvél og blandara vestur, bara svo því sé haldið til haga. Ég er enginn jógi sko.) Ég meina það. Dvöl okkar fyrir vestan núna var öll í sumarbústaðafíling, eins og sumarbústaðir voru þegar ég var lítil. Sem sé ekki með leðursófasetti og flatskjá, heldur gömlu leirtaui úr öllum áttum, engri brauðrist og sængurfötum sem það var einhvern veginn alltaf einhver smá bústaðalykt af. Þannig stemning. Ekkert útvarp, engin brauðrist, ekkert internet, engin þvottavél. Sem þýddi að ég hlustaði meira á tónlist, eða sat úti á palli og hlustaði á sönginn í fjöllunum og gjálfrið í öldunum, og bauð mér í þvottavélakaffi hingað og þangað. Í staðinn fyrir að hanga á internetinu á kvöldin hékk ég yfir garðvegginn á tali við nágrannana, með kaffibolla eða rauðvínsglas. Og fann upp hugtakið rústaðbrauð, yfir sneiðarnar sem voru ristaðar undir grillinu í ofninum.

En jafn hollt og gott og það er að vera þvottavélar- og internetlaus í tvo mánuði get ég ekki lýst því hvað það er yndislegt að koma heim aftur. Í internet, samstætt leirtau, velilmandi þvott, fjölskyldumyndir, bókahillurnar… Neglurnar syngja, ég er að segja ykkur það. Það þrátt fyrir að Klapparstígurinn sé eitt flakandi sár vegna vegavinnu og gröfur og loftpressur hamist fyrir utan gluggann minn allan daginn. Og þrátt fyrir að á framkvæmdalista dagsins sé að fara með bílinn í bremsuklossaskipti og sækja sendingu í flugfraktina. Ekki mest spennandi í heimi, en ég brosi nú samt hringinn.

Ah, ljúfa líf, ljúfa líf.

Myndin er ein af grilljón sem ég hef pinnað á Pinterest, en upphaflega héðan.

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: