Klassískir hipsterar

Hæ!

Hér er ég, á Flateyrinni, netlaus og allslaus. Nei, djók. Alls ekki. En netlaus þó. Elsku Hugskotið verður því vanrækt eitthvað áfram, þar til netmál mín taka breytingum til hins betra.

Örstutt hér og nú, rétt á meðan Bessi sefur fyrir utan gluggann á Vagninum góða og ég sýp á rjúkandi kaffi: mér finnst þessi klassísku hipsteraverk ljósmyndarans Léo Caillards nokkuð mikil snilld bara. Ekki satt?

Caillard, sem vinnur mikið með myndvinnsluforrit, fékk hugmyndina á reglulegu rölti sínu um Louvre-safnið; hvernig nútímaklæðnaður myndi gjörbreyta þessum klassísku myndastyttum. Hann myndaði því stytturnar á safninu og lagði svo af stað í leiðangur um götur Parísar til að finna módel sem samsvöruðu styttunum frægu vel. Þau doblaði hann til að mæta í myndatöku í stúdíói og bregða sér í þessi hipsteraklæði og skeytti svo myndunum saman í eftirvinnslu. Þetta er afraksturinn.

Ég væri bara alveg til í þetta lúkk hér að ofan. Ha, með tambúrínu og barn á kantinum? Ji hvað ég tæki mig vel út. Bessi er náttúrulega skapaður eins og klassískur skúlptúr, með allar sínar vel útilátnu fellingar, og það verður að viðurkennast að ég fell nú svona frekar í endurreisnarstílinn en heróínchic hvað varðar líkamlegt atgervi…  Jamm. Hvað um það, skemmtileg pæling hjá Caillard karlinum.

Auglýsingar
Merkt , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: