Fallega óreiðan og agustav

Á  daglegum lesrúnti mínum um uppáhaldsbloggin mín (sem ég er með í sérstakri bókamerkjamöppu hérna hjá mér, af því að mér finnst allt of framúrstefnulegt að nota til þess gerðar þjónustur til að fylgjast með framvindu mála í bloggheimum – og þá kæmi heldur ekkert skemmtilega á óvart þegar uppáhaldsbloggarinn er akkúrat búinn að birta nýja færslu… já, ég er kannski dálítið eftir á) hnaut ég um færslu á A Beautiful Mess.  Þær systur Elsie og Emma (ásamt fríðu föruneyti) skrifa þetta litríka blogg, sem er óþrjótandi uppspretta diy-hugmynda og augnayndis. 

Þær efna þarna til happdrættis í samvinnu við hönnunarmerkið agustav, þar sem lesendur geta unnið þetta fína bókahengi. Þar sem augu mín liðu yfir myndina tók einhver lasburða minnisfruma í afkimum heila míns lítinn kipp: „Noh, er þetta ekki bara alveg eins og kápan á… Bíddu… Og…“ Áttablaðarósin, Sakleysingjarnir og Myrká. Ég finn lykt af íslenskri hönnun. Eins og nafnið agustav hefði ekki átt að ýta aðeins við mér. 

Ég er ekkert merkilegri en aðrir sem fá svona smá sæluhroll yfir því sem vel er gert íslenskt. Og þetta finnst mér afskaplega vel gert. Bókahengin eru til í ýmsum útgáfum; styttri og lengri, úr eik, beyki og hnotu til viðbótar við viðinn hér að ofan sem kallast wenge og ég hef ekki hugmynd um hvað er. 

 

Mikið finnst mér þetta fallegt (Og sjáðu, Málverkið!). Nú á ég náttúrulega slíkt magn af bókum að ef ekki væri fyrir umtalsverða og yfirgripsmikla tetrisþjálfun mína á yngri árum (sko mamma, það kom að því að tölvuhangsið nýttist mér!) væri ekki séns að koma þeim fyrir í bókahillunum mínum. Þannig að ég get alveg gleymt þessari útfærslu held ég.

En! Ekki er öll von úti. Agustav gerir nefnilega líka þessi dásamlegu fatahengi. 

 

Hengið kemur með fimm hönkum – fjórum viðarlitum og einum í lit, en mér sýnist nú að það megi líka alveg koma með séróskir um litasamsetningu – sem er hægt að færa fram og til baka að vild.

 

Agalega fínt, þykir mér. 

Fariði svo og gleymið ykkur aðeins hjá þeim systrum. Þar er gott að vera, í fallegu óreiðunni. 

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: