Vor í Nangijala

Hagadalur - Hagadalur

Hagadalur - pósturinn

Mamma mín býr í Nangijala. Svona næstum því. Pínkuponsulitli skánski Vanstad er að minnsta kosti ansi nærri því, sérstaklega á þessum árstíma þegar allt er í blóma og vindurinn feykir með sér skýi af kirsuberjablómum. Ó, Ísland, af hverju ertu svona kalt?

Hagadalur - í blóma

Hagadalur - í Vanstad

Hagadalur - í Vanstad 3

Hagadalur - kýr

Hér er ég. Og Bessi. Í svo góðu yfirlæti að það nær ekki nokkurri átt. Ég er komin með nokkrar freknur og svona næstum því styrkinn sem ég mun þurfa til að lifa af hinn eilífa vetur sem virðist bíða mín á Flateyri. Við snúum aftur þangað eftir viku. Samkvæmt norsku veðurspánni munu samtals tvær gráður taka á móti okkur. Með viðhöfn, vonandi.

Hagadalur - Bessi

Ég rígheld þess vegna í þessa notalegu daga í sænska vorinu á meðan ég get. Með myndaflóði af dásemdum Skáns og heimilisfólks og -dýrs í Hagadal.

Hagadalur - Álfur

Hagadalur - Bessi og hjólbörurnar

Hagadalur - Bessi og amma

Þið hafið mig afsakaða, ég ætla að fara að grafa höfuðið kirfilega í sand. Ég er ansi hrædd um að það sé eina leiðin til að ég fari um borð í blessaða vélina eftir viku.

Auglýsingar
Merkt , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: