Myrkraverk og fögur flúr

Ég er allt í einu, á svona síðustu tveimur árum, farin að dufla við þá hugmynd að fá mér tattú. Ég á vinkonur með afskaplega fín og flott, en hef samt aldrei tengt við hugmyndina svona fyrir sjálfa mig. Fyrr en núna. Hugmyndina sko. Nú á ég náttúrulega eftir að hugsa um þetta í nokkur ár og melta og finna og skoða og efast og gleyma og byrja að hugsa upp á nýtt. Já, stundum er erfitt að vera vog.

Þegar ég rakst á þessar myndir á netinu fékk ég samt óneitanlega fiðring. Mikið sem mér finnst þetta falleg tattú. Blackwork heitir tæknin víst, þar sem eingöngu er notaður svartur litur og gjarnan sóttur innblástur í gamlar húðflúrshefðir, Maori-fólksins til dæmis. Þessi hér eru gerð af listamönnum á stofunni 2spirittattoo í San Francisco – öll nema sunshine-flúrið af henni Roxx.

Kannski ég ætti að heimsækja hana? (Og leyfa henni að hlæja að mér þegar ég bið um eitthvað sem er svona fersentimetri að stærð?)

Það er spurning hvort ég stingi kannski tánum í vatnið og æfi mig, með svona skammtímatattúum frá Tattly. Sniðugt fyrir svona commitment phobics, sjáiði. Og töluvert fallegt líka.

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: