Ég ♥ Flateyri

Flateyri 4

Flateyri 6

Flateyri 7

Á sunnudaginn pökkum við í bílinn, sendum smá bæn til æðri valda þess efnis að Bessinn haldi sönsum, og leggjum í hann á Flateyri, þar sem við ætlum að vera út júní. Ég og Bessi förum reyndar í húsmæðra&barnaorlof til mömmu í Svíþjóð í tvær vikur, en annars er það eyrin. Elsku eyrin.

Flateyri 8

Flateyri 5

Flateyri 1

Nú eru þrjú ár síðan ég kom þangað fyrst, eftir að hafa ráðið mig í sumarvinnu í gamalli bókabúð þar sem notaðar bækur eru seldar eftir vigt og loftið ilmar af menningu. Þið vitið, svona rykfallinni menningu. Og Gufan er alltaf á. Þrjú sumur sat ég í bókabúðinni á daginn, drakk kaffi og hlustaði á útvarp og prjónaði og talaði við gesti sem elska líka bækur; sýndi þeim íbúðina þar sem kaupmannshjónin bjuggu og tíminn hefur staðið í stað; rýndi í litbrigði himinsins; talaði meira og kynntist fastagestum sem ég á eftir að sakna; lærði á gólfið og hvar það brakar; rak nágrannakettina reglulega út þegar þeir höfðu gert sig heimankomna í dýrmætum sófa; og las, las, las, las.

Flateyri 2

Massastaðagrill2

Þetta sumar verður dálítið öðruvísi. Ég verð til dæmis ekki í bókabúðinni, heldur í næsta húsi. Atli verður að vinna á Vagninum og ég verð í Bessaleyfi (get it?). Og ég verð ekki á Vagninum öll kvöld, að súpa á bjór og ræða heimsmálin úti á palli á meðan miðnætursólin neitar að fara að sofa. En ég verð á Flateyri. Þar sem júní er svo bjartur að það er nóg til að halda á manni hita yfir alla hina mánuðina. Þar sem ég þekki hverja holu á veginum út að Klofningi, klettinum þar sem álfarnir hópast að manni og fylla mann orku. Þar sem loftið er ferskast, vatnið tærast, fjöllin sönnust. Og allir dagar eru góðandaginndagurinn.

Massastaðagrill3

Massastaðagrill5

Massastaðagrill

Ó, ég hlakka til. Björtu nætur, fersku vindar, syngjandi strá, skemmtilega fólk, ilmandi blóðberg  – hér kem ég.

Flateyri 9

Auglýsingar
Merkt , , , ,

2 hugrenningar um “Ég ♥ Flateyri

  1. Hafdís Odda skrifar:

    ég <3 að lesa þínar örsögur um yndislega veröld Sunna, takk fyrir að leyfa mér að njóta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: