Símalíf vol. 3 (aka vandræðalegt móment no. 1)

Lífið er betra með blómum

Nei, hæ! Þið hér? (Hóst. Hóst. Vandræðalegt móment þar sem ég veit ekki í hvaða átt ég á að horfa.) Mig minnir að ég hafi strengt þess heit einhvern tíma í upphafi þess efnis að ég myndi aaaaaldrei skrifa færslu þar sem ég bæðist afsökunar á því að hafa ekki skrifað færslu í einhvern tíma, af því að það er frekar svona glatað. En viti menn, hér er ég: frekar svona glötuð! Svona getur farið fyrir manni…

Vandræðalegt alveg hreint. Svo hvað gerir maður í vandræðalegum aðstæðum nútildags? Nú, dregur upp símann! Samkvæmt símanum mínum er það sem sagt þetta sem ég var að gera á meðan ég var ekki að blogga:

Vorkvöld í Reykjavík? #nofilter

Fara í kvöldgöngutúra með Bessa í húninum (babybjörn sko. hoho.) og fyllast þessari sérstöku vorgleði yfir ljósinu og hvernig það speglast í öllu á þessum árstíma. (Og hitta túrista á Arnarhóli sem fannst ég augljóslega snargeðveik að vera úti að ganga með ungabarn eftir klukkan átta, en hvað vita þau?)

Gawd, ég elska afmæli.

Að vanda missti ég mig algerlega í afmælisuppáhaldi húsbóndans á Klapparstíg. Var ég búin að segja hvað ég er brjálæðislega mikið afmælisbarn og að það skiptir eiginlega ekki máli hvort það er mitt afmæli eða ástvina? Ég bilast. Húsbóndinn fékk strigaskyrtu úr Herrafatabúðinni (hún er æ-ð-i), kokkabók sem er klárlega efni í aðra færslu þar sem við sláumst um að lesa hana, peysu og hárdótarí til að reyna að temja á honum ljónamakkann. Hér er ein að vona að Bessi fái hárið hans; ég er með svona sirka fimm hár á fersentímetra og þau eru öll ofurfíngerð. (Nei, ég er ekki bitur.)

Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Elska þessi kort!

(Nóta bene elska ég þessi kort frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Mér finnst þau hundrað sinnum fallegri en svona búðarkeypt afmæliskort, og svo kosta þau bara 150 kr stykkið. Fást á Borgarbókasafninu!)

 Baby boy you stay on my mind.

Kyssa þessa týpu.

I'll take you to the candyshop...

Gera þetta nammi hér, hvorki meira né minna en þrisvar sinnum. Það er líka efni í aðra færslu sem ég lofa að komi mjög, mjög fljótt, af því að enginn á að þurfa að lifa án þess að geta búið þetta til.

Bráðnibráðn.

Klórað mér í hausnum yfir því að þessi sé hálfs árs. Hálfs árs. Hvaða… ?

First breakfast. I live like a hobbit now.

Keypt lífræn epli í massavís, soðið og maukað. Til að gefa drengnum að borða. Hann borðar sem sé núna. Og finnst það massagott. Sem kom engum á óvart…

Blóðappelsína.

Borðað næstum-því-yfir-mig af blóðappelsínum og fundist ég frekar risky týpa yfir uppvaskinu. Því miður eru engar myndir til af öðru sem á daga mína hefur drifið. Ég er til dæmis búin að prófarkalesa fyrir mömmu einnar vinkonu minnar, þýða fyrir mömmu annarrar vinkonu minnar og skrifa minni eigin mömmu tölvupóst með fimmtán samheitum yfir typpi. Spes. Svo er ég líka að reyna að vinna frekar stórt verkefni, sem gengur erfiðlega af því að Atli þurfti að fara að sinna tólf hungruðum Þjóðverjum í heila viku (hvað? gerist það ekki á ykkar heimilum?) og ég er ein með Bessabarnið, blessað barnið. Ég sótti líka um í öðru meistaranámi í smá bríaríi á síðasta séns og nú langar mig hrikalega að komast inn, en er frekar viss um að svo verði ekki. Urr. Og svo hef ég varið ómældum tíma í að hafa áhyggjur af komandi vesturför, hvort okkur tækist að finna íbúð á Flateyri, leigja okkar út á meðan, hverju við ættum að pakka niður, og guð svo er ég að fara til Svíþjóðar… Og svo framvegis og framvegis og útkoman er ekkert blogg og vægt magasár.

En! Hér er ég sem sagt. Á lífi. Vandræðalegt móment búið.

Hvað segið þið annars?

p.s. hér er ég á instagram, ef þið viljið vera memm!

Auglýsingar
Merkt , , ,

4 hugrenningar um “Símalíf vol. 3 (aka vandræðalegt móment no. 1)

  1. Draumey skrifar:

    Hvað er þetta með allar mömmurnar í kringum þig? Er þessi kynslóð alveg að sleppa sér?

  2. Helga Lind skrifar:

    Ég sver það Sunna Dís, seinni myndin af Bessanum er það sætasta sem ég hef á ævinni séð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: