Ljúflingurinn Paul

sweet1

Ljúflingurinn Paul, eða Sweet Paul eins og hann kallar sig, heldur úti ansi hreint fagurri heimasíðu. Hún byrjaði sem öllu umsvifaminna blogg fyrir nokkrum árum síðan, og mig rámar í hana þannig. Paul, sem er norskur að uppruna en býr og starfar í New York, er „craft“- (hvað heitir það á íslensku?) og matarstílisti og byrjaði að blogga til þess að geta deilt verkum sínum með aðeins stærri hóp en annars fékk notið þeirra. Bloggið vatt upp á sig þannig að úr varð ársfjórðungslegt rit, Sweet Paul Magazine, þar sem hann fær til liðs við sig fjöldann allan af hæfileikaríku fólki. Afraksturinn er svona þokkaleg innblásturssprengja fyrir fólk eins og mig, sem kann að meta punt og fínerí, blóm og kökur og allt sem er huggulegt í lífinu.

Nýjasta ritið kom út nú fyrir helgi. Það má lesa á netinu hér, eða, ef maður er alveg æstur, panta í áþreifanlegra formi. Ég mæli með því, svona með rjúkandi kaffibolla og helst einhverju sætu við höndina. Annars þolir maður ekki við. Ekki ég, að minnsta kosti. En svo er ég líka týpan sem vil helst fá eftirrétt eftir morgunmatinn.

sweet2

springdesk1imac

Auglýsingar
Merkt , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: