Áfram, mars: framkvæmdalisti

the artifacts of morning

Mynd héðan.

Nýr mánuður er genginn í garð. (Og gott betur en það auðvitað, en getum við bara þóst að það sé fyrsti í dag? Max annar? Ókei takk. Ég er pínu viðkvæm. Bessi uppgötvaði píkuskrækinn, hæsta c sem hægt er að ímynda sér, og beitir honum nú alveg óhikað við hvert tækifæri. Hljóðhimnan mín getur ekki verið annað en teygð, toguð og jafn illa farin og sokkabuxurnar sem ég þrjóskaðist við að nota á meðgöngunni. Geðheilsan líka.)

Núnú.

Ég er með svona rúllandi lista af hlutum sem mig langar að gera og prófa og elda. Helsti gallinn á þessum lista er sá að hann er bara geymdur í höfðinu á mér. Þar sem ég er álíka skýr í hugsun og meðalmygluð pera þessa dagana kemur það því eflaust ekki mikið á óvart að góðum hluta listans er aldrei hrint í framkvæmd. Sem dæmi: mig hefur lengi langað að prófa að búa til drykk sem ég „pinnaði“ fyrir margt löngu síðan. Til þess þarf rósmarínsíróp. Ég hef farið í á að giska 40 búðarferðir með þeim góða ásetningi að kaupa nú rósmarín til að gera sírópið, en komið heim með basilíku eða bara negul. Eða, ef ég á að segja alveg satt, bara rískökur með súkkulaði og kannski enn einn klósettpappírspakkann.

Í morgun tók ég mér hins vegar tak og skrifaði lista yfir alla þessa hluti. Eða sko, þá hluti sem ég man einmitt núna. Og svo ætla ég meira að segja að taka þetta skrefinu lengra og setja mér aktúal tímamarkmið. Hér er sem sagt það sem mig langar að gera, framkvæma, elda, prófa, prjóna, í mars:

+ klára eyrnabandið sem ég er að prjóna.

+ koma fallega stjörnuhiminsplakatinu okkar, sem er alveg að molna í sundur, yfir á blindramma.

+ baka paleo-brauðið sem er bara úr hnetum, fræjum og vatni.

+ gera rósmarínsírópið og blanda blessaðan drykkinn loksins.

+ búa til saltskrúbbinn sem hljómar svo agalega vel.

+ fara á bókasafnið og sækja mér vænan stafla af ljóðabókum. Gerður Kristný, Gyrðir og Sjón eru á listanum mínum. Fleiri?

+ byrja að skrifa niður allt það ótalmarga sem Bessi lærir og gerir á hverjum degi, því ég veit að ég vil muna það. Líka píkuskrækina.

Svona, er þetta ekki ágætis listi og góður ásetningur fyrir mánuðinn?

Auglýsingar
Merkt , ,

3 hugrenningar um “Áfram, mars: framkvæmdalisti

  1. Helga Lind skrifar:

    Ég man aldrei hvað mig langar að gera þannig að ég vil fleiri svona lista. Þá get ég farið að gera fullt sem þig langar að gera. Okei snilld.

    • sunnadis skrifar:

      Hmm. Á ég sem sagt að hætta að skýla mér á bak við brjóstaþokuna og bara gangast við því að ég sé orðin gömul og gleymin? Og þú líka? En já, ókei, ég hendi mér í málið!

  2. […] er ætlunin að skrifa um hellisbúabrauð. Brauðið af framkvæmdalistanum sem ég er búin að baka, ekki bara einu sinni heldur tvisvar! Hipp hipp og margfalt húrra fyrir […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: