Nærfataskúffan: sorgarsaga

Triumph shapewear

Mikið, mikið, mikið væri ég til í að eignast eintak af þessari fegurð, sem ofurmódelið huggulega Helena Christensen hannar fyrir nærfatamerkið Triumph (og fæst hér). Það hefur nú ekkert verið neitt sérlega hátt skrifað  fyrir hönnun í mínum bókum hingað til, en þetta finnst mér óskaplega fallegt – rétt eins og Shadow Creatures nærfötin sem ég skal eignast einhvern daginn. Ég get reyndar ekki stært mig af því að hafa haft hönnun í hávegum í mínum nærfatainnkaupum hingað til; sá heiður að sjá mér fyrir undirfötum hefur helst fallið í skaut (hah!) ódýrum sænskum keðjum. Þrír fyrir einn-karfan og ég erum bestu vinir.

Endurnýjun nærfataskúffunnar er hins vegar ofarlega á mínum forgangslista þessa dagana. Undirfötin mín eru nefnilega ekkert svakalega flatterandi eftir að hafa togast og teygst með mér í gegnum meðgöngu . Og það er engin sérstök vítamínsprauta fyrir sálina – hvað þá rómantíkina – að klæðast úr sér gengnum HM-brókum sem voru keyptar fyrir fimm árum, á kropp sem enn hafði ekki kynnst þeim fjölmörgu lystisemdum sem barnsburður hefur í för með sér. Ég hef nú aldrei getað grobbað mig af þvottabrettismaga – minn hefur alltaf verið meira svona eins og þvottapoki – en þessa dagana er hann alveg sérlega mjúkur og kósí. Og röndóttur. Sem er allt hið besta mál, en hins vegar er grámóskulegi T-strengurinn sem nær varla upp yfir mjaðmabein ekkert að gera mér neina greiða.

Sum sé, mig langar mikið í þessi nærföt. Og tek glöð á móti öllum ábendingum um önnur falleg, flatterandi hversdagsnærföt fyrir konur með mjúka maga og kannski dálítið léttari veski en svo að þær hafi efni á mörgum svona settum…

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: