Öll dýrin í skóginum

Þó enn sé nú eitthvað í það að Bessinn minn góði flytji yfir í sitt eigið herbergi er ég farin að láta hugann reika um hvernig það gæti litið út þegar þar að kemur. Ég hnaut um þessa síðu ljósmyndarans Sharon Montrose á netinu og varð frekar mikið skotin í myndunum. Nokkrar þeirra eru þegar komnar á veggina í ímyndaða barnaherberginu mínu…

 

 

Ég meina það, er þetta ekki hræðilega sætt?

Á síðunni eru líka aðrar og minna barnalegar myndir og mér finnst fuglamyndirnar eiginlega bara allar flottar. Hrægammasettið er sérlega heillandi, og svo mætti buffalóinn líka alveg gera sig heimakominn á loftinu hjá mér:

Er annars rangt að hlakka alveg verulega til þess að barnið flytji í sitt eigið herbergi? Hann er þannig af guði gerður, þessi elska, að hann rumskar ef við hækkum raddirnar bara rétt upp fyrir hvísl. Ég er farin að sakna þess alveg verulega að geta talað við manninn minn uppi í rúmi á kvöldin. Lesið. Jafnvel, guðhjálpokkur, horft á einn þátt í tölvunni eða svo. Og allt hitt. Þiðvitið. Ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að hann er enn að vakna tvisvar til þrisvar á nóttu til að fá sér sopa og barnaherbergið er alveg hinum megin í íbúðinni væri ég eflaust byrjuð að mála…

Segi ég. Svo fæ ég pottþétt svakalegan aðskilnaðarkvíða og þetta endar á því að hann flytur upp í okkar rúm og sefur þar fram að fermingu.

Allavega. Fínar myndir!

Auglýsingar
Merkt , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: