Start as you mean to go on

morgunmatur

Morgunmatur: mikilvægasta máltíð dagsins, segja þeir. Og ég er loksins sammála. Eftir að hafa reynt að pína þennan þýðingarmikla málsverð ofan í mig árum saman, þrátt fyrir að algeran skort á matarlyst á morgnana, virðist gæfan hafa snúist mér í hag. Kannski er ég orðin fullorðin. Og kannski lærði ég bara að gera svo hrikalega girnilegan morgunverð að það er ógerningur að fúlsa við honum.

Ég sver að þetta er það besta í heimi og hlægilega þægilegt í framkvæmd líka. Gerðu hafragraut. Þegar hann er tilbúinn, taktu hann af hellunni og hrærðu út í hann einni matskeið af hnetusmjöri og smá kanilklípu. Sáldraðu yfir hann frosnum bláberjum (íslensk eru langsamlega best, en bónusberin duga). Stráðu því yfir sem þér finnst gott og gerir þér gott. Ég nota möluð hörfræ, því þannig nýtast þau líkamanum betur, chia-fræ, valhnetur og tvær döðlur sem ég klíp í sundur í hæfilega bita. Hollt og yfirgengilega gott.

Og þá getur dagurinn ekki annað en orðið góður, þegar maður byrjar hann á því að nostra svona við eigin líkama – ekki síst bragðlauka. Ekki satt?

Auglýsingar
Merkt ,

5 hugrenningar um “Start as you mean to go on

 1. Helga Lind skrifar:

  Hvernig væri ef að ég kæmi bara til þín í morgunmat alltaf? Non? Okei allt í lagi.

 2. Guðrún Vald. skrifar:

  Hljómar mjög vel! Prófa þetta à morgun. :)

  • sunnadis skrifar:

   Vona að þér líki! Mér datt að minnsta kosti ekki í hug að hafragrautur, sem er nú alveg hreint ágætur í sinni einföldustu mynd, gæti verið svona yfirgengilega góður :)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: