Konudagur og kósíheit

Ég átti framúrskarandi góðan konudag í gær. Við vörðum helginni hjá tengdó í Hveragerði, sem er alltaf eins og að fara í smá lúxusfrí. Við borðuðum góðan mat, spiluðum, spjölluðum, busluðum og nutum þess í botn að leyfa ömmu og afa að leika við Bessa á meðan við notuðum tækifærið og sváfum, flettum blöðum, sváfum aðeins meira, stungum af í nytjamarkaðsrúnt á Selfoss og sveitabíltúr á laugardegi og sváfum svo aðeins til viðbótar. Aðallúxusinn felst í því að Frumskógarnir (hér) eru náttúrulega gistiheimili, svo það fer fáránlega vel um okkur öll.

IMG_1796

Veðrið á heiðinni var… já. Svona.

IMG_1814

Á konudegi fékk ég að sofa fram eftir á meðan strákarnir mínir léku við ömmu og afa. Var svo vakin með kossi, nýjasta Vogue og Retro Stefson plötunni góðu sem mig langaði svo í. Bessinn hélt upp á konudaginn með því að splæsa í 2,5 tíma lúr í vagninum (loooooksiiiiins) og á meðan fórum við í einkaspaið okkar úti í garði. Ég meina það – heitur pottur, gufa og útisturta, hvað þarf maður meira? Ég fór að forskrift svila minns og splæsti í þriggjafasagufu; þrjú sessjón í brennheitri gufunni með kaldri sturtu á milli. Ég sver að ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrein og hress.

IMG_1849

Eftir kaffisötur og meira spjall pökkuðum við svo í bílinn (það er alveg út í hött hversu mikið dót fylgir litlu barni. Út í hött.) og brunuðum í humarsúpu á Við fjöruborðið ásamt tengdó.

IMG_1860 copy

IMG_1867

IMG_1872

Þaðan lá leiðin svo heim, þar sem við hjúfruðum okkur í fína nýja (gamla) sófanum okkar og reyndum að horfa á Argo í tilefni dagsins. Það misfórst, svo við reynum bara aftur síðar. Í alla staði unaðslegur dagur og ég er mögulega heppnasta kona á jörðu. 

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Ein hugrenning um “Konudagur og kósíheit

  1. […] félagsskap, dýrindis mat og besta spa í bænum og þótt mjög, mjög víðar væri leitað. Þriggjafasagufan er og verður besta hressingarlyf í heiminum. Hún er framkvæmd svona: Þvo af sér mögulega […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: