Fjórir

B2

Ég tek mér pásu frá pásunni í dag, bara í dag, því í dag eru fjórir mánuðir frá því að þessi snúður kom inn í líf mitt. Ég er ömurleg í að halda dagbók yfir allt það sem hendir okkur Bessa á hverjum degi. Ætli hún fái ekki bara að verða rafræn. Jú.

Sjáðu, Bessi.

Þarna ertu, splunkunýr, bara sex tíma gamall en samt eins og beint frá eilífðinni, eins og þú hafir alltaf verið til, kannski ævafornt fjall með æðar úr gulli eða kyrrt stöðuvatn sem glitrar af lífi alla leið niður á sandmjúkan botn. Bessi minn Huginn. Íhuguli björninn sem flýgur með mig til endimarka heimsins á hverjum degi og skilar mér aftur í rúmið auðmjúkari, betri, þakklátari fyrir allt það sem lífið hefur gefið mér.

Nú ertu fjögurra mánaða og hjalar út í eitt, skoðar á þér tærnar, vilt frekar sitja en liggja og heldur standa en sitja, þó þú hafir enga líkamsburði til þess enn, bangsi minn góður. Þú teygir þig í allt sem þig langar í og lykur um það lófa af þvílíkri einbeitingu að hjarta mitt syngur. Á hverjum degi gerirðu eitthvað nýtt, á hverjum degi verður heimurinn skemmtilegri og ríkari. Nú ullarðu og frussar, hlærð við og dansar lítinn ræl í rúminu þegar við komum að sækja þig eftir lúrana þína – sem enn eru stuttir og laggóðir. Þú elskar Núma hund og Írisarbangsa og að fara í bað og liggja á gærunni á bossanum og spjalla, en mest af öllu pabba þinn og ömmurnar og afana og fjölskylduna þína sem ber þig á höndum sér – þó þú sígir í með öll þín níu kíló.

Og mig. Þú elskar mig og það er svo langtum meira en endurgoldið, Bessinn minn bollukinn, bangsi minn bestaskinn.

Fjögurra mánaða bollurass.

Ef ég fengi að ráða yrðum við alltaf svona. Kinn við kinn. Hjarta við hjarta.

Til hamingju með mánuðina þína fjóra. Ég elska þig út yfir endimörk heims.

Auglýsingar
Merkt ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: