Valentínusaruppáhöld

Þingvellir3

Það eru enn einhverjar mínútur eftir af Valentínusardegi og þó ekki hafi verið haldið upp á hann í raunheimum – öðruvísi en að dansa gegn kynbundnu ofbeldi auðvitað! –  má alveg kalla þetta Valentínusarfærslu. Hér eru að minnsta kosti uppáhöldin mín, á þessum degi og alla daga. Frá Þingvallaferð litlu fjölskyldunnar um daginn, þegar það þótti bráðnauðsynlegt að komast aðeins út fyrir borgarmörkin. Almannagjáin var falleg eins og alltaf og við náðum meira að segja að stinga Japanina á lakkskónum af og ná aðeins að vera út af fyrir okkur. Yndislegt. Og blautt.

Þingvellir2

Þingvellir1

Þessir feðgar rokka heiminum mínum. Þannig er nú það.

Nokkur ps:

Ég mæli endalaust mikið með burðarsjalinu sem Bessi lætur fara vel um sig í þarna (þó hann sé reyndar farinn að pirrast eitthvað á síðustu myndinni). Moby-inn hefur bjargað okkur óteljandi sinnum – foreldri hefur hendurnar lausar og barnið hjúfrar sig að bringu og róast. Snilld.

Nei, ég er ekki orðin sjúklega góð í fótósjopp. Ég hef hangið svolítið yfir youtube-tutoriölum (flott beyging, Sunna) þessa gaurs hér. Og hann var svo óskaplega huggulegur að búa til svona action-pakka, sem maður getur sótt sér og notað að vild. Og það besta er að það er hægt að fikta í öllum þrepunum í pakkanum, svo maður lærir nú eitthvað smá líka, notar ekki bara alveg tilbúinn pakka í blindni. Sækist hér.

Og síðasta péessið áður en ég skríð upp í og reyni að sofa úr mér slappleikann sem er að hellast í mig eins og annað heimilisfólk (#plísekkiflensa), ein af mér og Bessa og Moby líka, svo ég fái nú að vera með og líka af því að ég fæ ekki nóg af því að pósta myndum af þessu hjartans barni. Þessi tekin á Ægissíðunni í glampandi sól, á meðan við biðum eftir því að mamma dytti í hús á BSÍ með flugrútunni.

Ægissíða

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: