Artifact Uprising: gerðu ljósmyndabók á netinu

Ég hef lengi ætlað mér að búa til ljósmyndabók úr einhverjum af þeim skrilljón og þremur ljósmyndum sem ég á hérna í tölvunni minni. Mér líður stundum eins og hún sé tifandi tímasprengja: hvað ef einhver brýst inn og stelur henni eða hún bara geispar golunni, eins og tölvur gera jú stundum? Þar með myndu tvö löng Asíuferðalög og fyrstu fjórir mánuðir Bessa bara hverfa. Það er hörmuleg, hræðileg tilhugsun.

Það er ár og öld síðan ég halaði niður Blurb-forritinu með það í huga að fara að klambra saman bók, en svo varð einhvern veginn aldrei af því. Kannski af því að ég opnaði forritið og skildi ekki strax hvernig það virkar. Nú held ég að ég hafi fundið enn betri kost. Artifact Uprising gerir manni kleift að hanna bækurnar beint á netinu, verðið sýnist mér vera alveg hreint ágætt og miðað við það sem maður sér af lokaútkomunni á síðunni þeirra eru þetta mjög fallegar bækur.

Það er hægt að panta hefðbundnar ljósmyndabækur, en svo er líka boðið upp á sérstakar instagram-bækur, sem er nú ekki ósniðugt. Ég held að ég sé ekki ein um að teygja mig  frekar í símann en myndavélarhlunkinn, þó ég sé nú stöðugt að reyna að taka mig á í þeim efnum.

 

Ég kíkti á kennslumyndböndin þeirra tvö á Vimeo (hér og hér) og fæ ekki betur séð en að sýstemið sé afskaplega aðgengilegt og auðvelt í notkun. Þá er það ákveðið. Ég SKAL ganga í þetta mál.

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: