Níu til fimm og ást við fyrstu sýn

Þetta er Sandra. Hún er sænsk, vinnur sem textasmiður á auglýsingastofu og skrifar eitt allra vinsælasta blogg Svíþjóðar. Sandra og ég höfum þekkst í nokkur ár, nema að hún þekkir mig ekki neitt. Ég les hins vegar bloggið hennar daglega og hef gert í langa tíma. Ég hef fylgt henni í gegnum tvær ástarsorgir, flutning frá Stokkhólmi til New York, nýjar vinnur, ferðalög til Frakklands og Mexíkó og Japans og Rússlands og ég veit ekki hvað, í endalaus partí og í bíó og heim til nýrra vina á nýjum stöðum og sólin sest einhvern veginn aldrei yfir húsþökunum á Manhattan. Nú er Sandra, sem er ekki orðin þrítug og samt búin að prófa og gera svo ótalmargt, að skipta aftur um gír; fara frá New York, sem hún elskar svo heitt, til Parísar, til að prófa að gera ekkert annað en blogga og skrifa bækur eins og klassíski fátæki listamaðurinn. Ég er, á einhvern snareinkennilegan hátt, stolt af henni. Það er efni í sálgreiningu fyrir áhugasama.

Ég fékk nokkrar myndir lánaðar af blogginu hennar fína, góða og tengi þær að vanda allar við upprunalegar færslur.

Fyrir utan hvað hún er naskur ljósmyndari og fundvís á fallega hluti elskar hún fögur orð, eins og ég. Eins og þau á síðustu myndinni. Niotillfem, hér.

Textinn á plakatinu á efstu myndinni fær hjartað mitt alltaf til að slá aðeins hraðar og er kannski einstaklega viðeigandi á þessum fallega vetrardegi:

In the midst of winter,

I found there was,

within me,

an invincible summer.

Ó, fegurð.

Auglýsingar
Merkt , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: