Vaknaðu

Þetta. Er. Snilld. Vekjaraklukku-dock (er til íslenskt orð fyrir það?) fyrir iPhone. En ofboðslega snoturt! Því miður uppselt, sýnist mér, en það má vonast eftir nýrri sendingu…

Við gerðum heiðarlega tilraun til að nota aktúal vekjaraklukku í staðinn fyrir símana okkar hérna um daginn. Hún fór þannig að klukkan flaug í gólfið og laskaðist aðeins og allir fengu vægar hjartsláttartruflanir sökum hávaða. Klukkan sú hefur nú það eina hlutverk í lífinu að leiða mig í allan sannleika um á hvaða ókristilega tíma ég er að vakna um miðjar nætur til að gefa bolludreng að drekka. Hann er sem betur fer orðinn svo snöggur að ég er hætt að telja mínúturnar með grátstafinn í kverkunum. Ég hugsa einhvern veginn að þegar fram líða stundir muni ég þróa með mér óbeit á blessaðri klukkunni. Þetta dokk má þá alveg leysa hana af.

p.s. Í öðrum fréttum er þetta algerlega dásamlegur pistill frá Láru Björg, fyndnustu konu Íslands? Hóhóhó hvað ég hló.

Auglýsingar
Merkt , , ,

2 hugrenningar um “Vaknaðu

  1. svartalfarr skrifar:

    rakst á bloggið þitt í gegnum tefélagið, skemmtilegt blogg og flottar myndir, Erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: