Hugrekki og hjartans mál

pink day ♥♥

Nú er ég búin að gleyma hvenær ég sá og heyrði Brene Brown og TED-fyrirlesturinn hennar fyrst, en ég varð hugfangin. Ég hef horft á hann þrisvar sinnum síðan og meira að segja bloggað um hann áður, á litla vanrækta enskublogginu mínu (hér). Í heimi sem mér finnst stundum eins og snúist um að virka sem mest töff og ósæranlegur talar Brene Brown um mikilvægi þess að vera samkvæmur sjálfum sér og að hafa hugrekki til að vera auðsærður, eða „vulnerable“. Kona að mínu skapi, enda er ég ekki beint þekkt fyrir harða skel. Og svo er hún hrikalega skemmtileg líka.

Eitt kvót úr þessum frábæra fyrirlestri:

“The word courage originally came into the English language from Latin, cor. Meaning heart. It’s original definition was “to tell the story of who you are, with your whole heart”. “

Fallegt? Fyrirlesturinn má sjá hér og ég mæli sterklega með því að þið gefið Brene tuttugu mínútur af tíma ykkar í dag. Gott fyrir hjartað og sálina og hláturtaugina líka. Mína, að minnsta kosti.

Myndin héðan.

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: