Ást í netheimum: Elsa Billgren

En annan söndag - Elsa Billgren

Ég hafði hugsað mér að gera Ást í netheimum að smá seríu og deila nokkrum af uppáhaldsbloggunum mínum. Eða kannski mörgum. Því þau eru firnamörg. Mér finnst nefnilega svo dásamlega gaman að fikra mig áfram eftir bloggum eins og stíg; finna eitthvað sem mér líkar við og láta þann bloggara benda mér áfram að sínum uppáhöldum. Hinir alþjóðlegu bloggheimar státa nefnilega af litlum samfélögum – nokkurs konar afmörkuðum, stafrænum hverfum. Þar býr fólk sem hefur svipaðan smekk og dáist hvert að öðru. Maður getur eiginlega séð það fyrir sér veifa hvort öðru yfir götuna eða spjalla yfir rjúkandi kaffibolla. Ef maður er svo heppinn að finna réttan stíg ratar maður inn í hverfi sem er eins og manns eigið, eins og maður sé að koma heim. Og finnur lyktina af kaffinu.

Ég var þegar búin að skrifa um Mariu á Hickory and Juniper. Næst er Elsa Billgren. Kannski hefði ég átt að byrja á henni. Elsa skrifar nefnilega allralangmestbestauppáhaldsbloggið mitt í heiminum. Og ég vil að sem allra flestir viti af því. 

Torsdagsprep - Elsa Billgren

Eins og mörg blogganna sem ég les er þetta á sænsku. Elsa er sumsé sænsk. Hún er sænsk og rauðhærð og góður ljósmyndari og frábær penni og stöðug uppspretta hugmynda og innblásturs. Hún er 27 ára gömul og þegar búin að gera meira en mig dreymir um að koma í verk fyrir fertugt, eða bara nokkurn tíma: hún er einn þáttastjórnanda hönnunarþáttarins Äntligen hemma, er sérfræðingur í öllu sem viðkemur vintage-klæðnaði, er að fara að gefa út bók á næstu vikum og safnar gömlum brúðarkjólum sem hún leigir síðan út. Konan er ótrúleg. Hún kemur fram í útvarpsþáttum og sjónvarpi og kann að dekra við sjálfa sig og drekkur spennandi drykki og borðar á spennandi stöðum.

Og myndirnar. Maður minn:

saker och ting - Elsa Billgren

Thursday - Elsa Billgren

I <3 Paris saturday - Elsa Billgren

blackberry pizza and dessert - Elsa Billgren

I <3 Paris, friday I - Elsa Billgren

Saturday breakfast - Elsa Billgren

Elsa býr í lítilli íbúð í Stokkhólmi með svörtum ketti, bleiku píanói og eiginmanninum sem hún kallar úlfinn (Vargen), eldar girnilegasta mat í geimi, dýrkar París og skilur þýsku. Hún skrifar um ástina, vináttu, að líða vel í eigin skinni og allt mögulegt annað, bæði það sem er skemmtilegt og snúið í lífinu. Það allra besta við hana er kannski sambandið á milli hennar og tryggs lesendahóps. Ég held ég viti engan annan hóp sem þykir svona vænt um bloggarann „sinn“. Og öfugt.

friday outfit - Elsa Billgren

Elsa skrifar stutta samantekt á ensku við hverja bloggfærslu og svo má náttúrulega alltaf notast við google translate. Eða bara falla í stafi yfir myndum og geta í eyðurnar. Eða fara að læra sænsku. Elsa og bloggið hennar er bara fínasta ástæða til þess.

Sem sagt. Mæli endalaust mikið með. Aftur: hér.

Allar myndir fengnar að láni frá Elsu og linkaðar við bloggfærslurnar. 

Auglýsingar
Merkt , , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: