Skandalí, skandala-la-la

pelsar1

Ég útsöluskandalíseraði.

Síðustu ár hefur vetraryfirhöfnin mín – fyrir utan dúnúlpuna sem hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar – verið silfurgrár kanínupels sem ég fékk að gjöf frá ömmu minni, eins og svo ótal margt annað fínerí. Hún á djúpa fataskápa, konan sú, og við mæðgurnar höfum svo sannarlega notið góðs af í gegnum árin. Sá grái er enn ljómandi fallegur, en mig var nú samt farið að langa í annan, helst í hlýrri lit, til skiptanna. Þegar leið mín lá fram hjá Gyllta kettinum voru örlög mín ráðin. Pelsar og kápur á 7.000 krónur stykkið? Hvað gerir kona þá? Jú, hún kaupir tvo. Nefnilega. Bæði er best, eins og móðir mín ástkær segir.

Og svo tekur kona myndir af sjálfri sér í umræddum pelsum í mjög litlu ljósi í eftirmiðdaginn. Og í kjánakasti, eftir 500 illa undirlýstar og úr-fókus tilraunir. Voila.

Auglýsingar
Merkt ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: