Grænn janúar: granateplagrín

Granatmyntukínóa

Ég þarf ekki að vera ólétt til að fá skyndilega óstjórnlega löngun í einhvern ákveðinn mat. (Ég er að horfa á ykkur, grænu frostpinnar.) Um daginn varð ég allt í einu illa haldin af granateplaþrá. Ég hafði held ég aldrei borðað granatepli fyrr en þau dúkkuðu upp í hverju einasta ávaxtasalati sem við pöntuðum okkur á Indlandi í fyrra. Og ég borðaði svona þrjú salöt á dag síðustu vikurnar okkar, á ströndinni í Góu. Mögulega tengdist það því að ég var einmitt ólétt, án þess að vita af því, og þar sem ég hafði að mestu leyti lifað á hvítu hveiti og brasolíu vikurnar þar á undan hafði líkaminn mögulega smá þörf fyrir bætiefni. Ég fékk hreinlega ekki nóg af ferskum ávöxtum, og granateplin voru algerlega punkturinn yfir i-ið. Þegar þau eru fersk eru þessir litlu gimsteinar alveg passlega fastir undir tönn, sætsúrir og safaríkir. Og svo gera þeir bókstaflega allan mat girnilegan.

Ég gerði mér þess vegna sérstaklega ferð í Hagkaup, birgði mig upp af granateplum og át svo þetta kínóasalat í öll mál í nokkra daga. Það varð eitthvað svona rauð-grænt jólaþema, alveg óvart. Spínat, gúrka, mynta, granetepli og radísur og svo nokkrar ristaðar möndlur og smá vinagretta (gott orð). Dýrlegt. Og nú þarf ég ekki að borða annað granatepli fyrr en á næsta ári.

Er ég annars ein um svona æði? Eða eru fleiri sem fá svona dillur?

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: