Elsku Etsy, pt.1

Þær eru ófáar, tímagleypasíðurnar á internetinu góða. Ég get týnt nokkrum tímum í einu í að rápa á milli verslana á Etsy. Þegar ég finn verslun sem mér finnst æði kíki ég nefnilega alltaf á hvaða vörur og verslanir hún hefur merkt sem uppáhalds – og þannig koll af kolli þangað til ég ranka allt í einu við mér og á að vera löngu farin að sofa. Þessir gripir hafa ratað í mín uppáhöld á Etsy upp á síðkastið – og sumt jafnvel á Pinterest, sem er önnur og ekki síðri tímagleypasaga. (Hér er ég annars á Pinterest)

Juniper Green Leather Bangles with Gold or Silver Tubes - Leatherwraps

Leðurarmbönd frá versluninni Leatherwraps.

Expired Two - InTheGreyprintshop

Draumalandslag frá InTheGreyprintshop.

Cosmos Two Pack Ursa Major and Ursa Minor - lovecalifornia

Bjarnarpúðar með stjörnumerkjunum Litla birni og Stóra birni frá versluninni love, california. Ég er nefnilega orðin frekar veik fyrir öllu bangstengdu síðan sonur minn fékk nafnið Bessi.

Gemstone Nail Polish Black Onyx - GemstoneNailPolish

Naglalakk með ónyx frá Gemstone Nail Polish. Þessi seljandi býr til naglalökk með muldum eðalsteinum! Mér finnst það magnað. Þetta væri mjög skemmtileg gjöf, maður gæti þá valið bæði lit og stein með eiginleikum sem henta viðtakandanum.

Crow 16 k gold beak - Porcelainskulls

Krákukúpa úr postulíni með 18k gull-goggi frá Beetle and Flor.

Anatolian Turkish Rug Pillow Cover - mothersatelier

Púði úr endurunninni (hvað eru mörg n í því?) tyrkneskri kilim-mottu frá mother’s atelier.

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: