Herra Gúgúl og undirhökuundrið

delicate

Mynd.

Hvernig fóru foreldrar að fyrir daga internetsins? Hver hafði þá svörin? Ég hef ekki tölu á mínum uppflettingum frá því að Bessinn fæddist; það er nefnilega hægt að spyrja Gúgúl að öllu. Líka því heimskulega sem maður þorir varla að orða við fólk af holdi og blóði. Gúgúl sé ég fyrir mér sem feitlaginn, eldri rússneskan herramann í svörtum jakkafötum, sem situr með krosslagða fætur og appelsínugulan kött í kjöltunni. Hann hallar undir flatt á meðan hann hugsar sig um og dinglar fætinum í snjáða lakkskónum. Svo brosir hann út í annað, sýpur á teinu sínu og leiðir mann í allan sannleika um efnið. Hann kippir sér ekkert upp við það þó maður sé stundum yfirgengilega dramatískur og úr takti við raunveruleikann, strýkur bara kettinum á meðan dramatíkin geltir framan í hann og hreinsar súrkálssúpuna frá því í hádeginu úr tönnunum með tungunni. Hann hefur svör við öllu. Líka eðlilegri fyrirspurnum.

Eins og: af hverju er barnið mitt hætt að sofa og er pirrað og önugt og vill bara drekka endalaust? Ah. Vaxtarkippur. Ekki andsetinn? Vaxtarkippur. Alveg rétt.

Við erum að vaxtarkippast. Það útskýrir litla hreyfingu í Hugskotinu síðustu daga – það eina sem bærist innra með mér þessa dagana er þessi lúppa: ég-er-svo-þreytt-ég-er-svo-þreytt-ég-er… Ég hef ekkert þráð annað en að hverfa inn í draumaveröld eins og þá sem hvíta tréð þarna er alveg pottþétt sprottið úr. Ég sný vonandi tvíefld til baka innan tíðar, ef þegar litlanum þóknast að fara að hvílast eitthvað aftur.

Svo er það annað mál að þessi vaxtarkippur er algert óverkill. Barnið er nú þegar svo stórt (já, eða feitt þá, ókei) að ég er uggandi um að við foreldrarnir verðum komin með brjósklos og hryggjarskekkju strax í næstu viku. Case in point:
Undirhaka.is
Ojæja.

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: