Fjögurra lúra lúxuslíf

Í Klapparstígshöllinni hefur orðið til ný tímaeining: lúrinn. Lúrinn, sem er tekinn allt að fjórum sinnum á degi hverjum, er 45 mínútur að lengd, upp á mínútu. Allt það sem heimilisfólk hyggst taka sér fyrir hendur miðast nú við lúrinn – er hægt að setja í vél, hengja upp og baða sig í einum lúr? Nei. Að elda hafragraut, hella upp á kaffi og innbyrða kræsingarnar er einn lúr. Þurrka af í stofunni og taka úr uppþvottavél er annar.

Langþráðasti tími dagsins er svo Langilúr. Ó, langilúr. Sá samanstendur af allt að fjórum lúrum í einni bunu, kannski með léttu rumski á milli sem auðvelt er að snúa upp í áframhaldandi lúr. Í langalúr gerast hlutirnir. Jólaþrifin voru framkvæmd á þremur löngulúrum, til dæmis. Mínum er í dag varið með svona fallegum kaffibolla, á Kaffismiðjunni, við þankaregn fyrir örlítið verkefni sem ég tók að mér.

Langilúr. Lúxuslíf.

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: