Herra John og Tefélagið

lapsang 2

Ég á greinilega mjög uppátækjasaman son, þó hann sé ekki enn orðinn þriggja mánaða. Um jólin tók hann sig til dæmis til og gaf mér skráningu í Tefélagið í jólagjöf. Þetta er náttúrulega sérlega vel til fundið og sniðugt hjá drengnum. Hann hefur auðvitað áttað sig á tesmekk mínum á meðgöngunni, þegar ég var í sjálfskipuðu kaffibindindi og hann naut góðs af.

Tefélagið er klúbbur fyrir teunnendur. Áhugasamir skrá sig í klúbbinn og fá í hverjum mánuði sendingu af sérvöldu og spennandi tei ásamt smá fróðleik um sortina. Ég fékk fyrstu sendinguna mína í fyrradag og varð glöð eins og sex ára barn þegar ég sá pakkann á gólfinu í forstofunni. Internet, ég elska þig, en mikið er skemmtilegt að fá svona alvöru póstsendingar.

Í þetta skiptið var í pakkanum teblanda að nafni Sir John. Virðulegt, ekki satt? Í blöndunni er Lapsang Souchong-te frá Tævan, svart te og grænt japanskt Bancha-te ásamt bragðaukum eins og jasmínublómum, rósablöðum, sítrónuberki og bergamot-olíu, samkvæmt upplýsingum á facebook-síðu Tefélagsins. Lapsang-teið er reykt yfir furu og það er þess vegna frekar afgerandi reykjarlykt og -bragð af teinu. Samkvæmt Tefélagsfólki er þetta sérlega karlmannleg teblanda, sem það fer vel á að sötra fyrir framan arineld með koníaksglas í hinni hendinni… Teið kom mér alveg á óvart – ég varð stormandi hrifin! Ég var eiginlega hálfhissa, ég bjóst einhvern veginn ekki við því að reykt te rynni svona ljúflega niður. Ég hellti upp á tvo bolla í röð og smjattaði af ánægju. Nú hlakka ég bara til að gæða mér á þessu í mánuðinum og fá svo aðra sendingu í febrúar. Já, og ef einhver á arin á lausu og koníakslögg að gefa mér er ég alveg til í það líka, þó kvenkyns sé.

Mér sýnist á facebook-síðunni að það sé líka hægt að panta stakan poka af tei, ef maður hefur ekki áhuga á að skrá sig í félagið. Stórsniðug gjöf fyrir tedrykkjufólk, ef þið spyrjið mig!

lapsang 1

Auglýsingar
Merkt , , ,

2 hugrenningar um “Herra John og Tefélagið

  1. Tanja Dögg skrifar:

    Girnileg hugmynd! :-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: