Grænn janúar: litaglatt grjónasalat

Grjónasalat 2
Það tókst! Ég náði mynd af kvöldmatnum mínum. Þremur, meira að segja. Þessi var reyndar líka af hvað-er-til-í-ísskápnum týpunni, en með hýðishrísgrjónum í stað hins hefðbundna pasta. Þar sem sambýlingurinn vinnur kokkavaktir er ég oftar en ekki ein heima með Bessann á kvöldin og því ekki alltaf mikill tími til stefnu til að elda og borða kvöldmat. Að fenginni reynslu reyni ég ekki lengur við rétti sem krefjast viðveru við eldavélina (já, ég er að horfa á þig, brennda lasagna/pizza/grautur). Helst verður eitthvað af salatætt fyrir valinu, því hvað sem öllu líður er ómögulega hægt að brenna það við. Þetta hér er alveg tilvalinn réttur fyrir grasekkjukvöldin mín. Hann er útúrsnúningur á Besta linsusalati í heimi (af bloggi sem ég gersamlega dái og dýrka – stútfullt af fáránlega góðum, hollum uppskriftum og fróðleik); ég notaði grjón í stað linsubauna af illri nauðsyn.

Grjónasalat

Ég gerði þennan rétt fyrst í sumar. Þá útbjó ég stóra uppskrift og borðaði yfir fjóra daga. Mig minnir að það hafi svo liðið tveir dagar áður en ég gerði aðra risauppskrift. Þetta er það gott. (Mögulega var ég með eilítið skrýtnar óléttutengdar matarvenjur, en ég skrifa þetta alfarið á gæðin!) Það góða við þetta salat er að það er hægt að snúa út úr því á alla vegu – bæta því grænmeti út í sem maður er hrifinn af eða á til hverju sinni – og svo geymist það líka alveg ljómandi vel ef maður setur ferska grænmetið bara út í jafnóðum.

Þið finnið upphaflegu uppskriftina á MyNewRoots – blogginu (sjá link að ofan). Ég gerði eftirfarandi: Skipti linsunum út fyrir soðin hýðishrísgrjón. Bætti út í þurrkuðum trönuberjum og kapers, en sleppti lauknum í þetta skiptið af ótta við að Bessinn mótmælti. Svo hreinsaði ég grænmetisskúffuna: henti út í snjóbaunum, gulri papriku, gúrku, tómat, sellerí, nokkrum ólífum, graskersfræjum og saxaðri steinselju. Þar sem litli maðurinn var farinn að ókyrrast aðeins slumpaði ég á dressinguna, en ég mæli með því að þið mælið í hana, að minnsta kosti í fyrsta skiptið. Hún er svo brjálæðislega góð! Mína vantaði örlítið upp á í þetta skiptið, en hún var ljúffeng engu að síður. Grunnurinn er ósköp einföld vinaigretta með sinnepi, en út í hana er svo bætt broddkúmeni, möluðum kóríander, túrmeriki og cayenne-pipar. Ég hef yfirleitt látið þar við sitja, en í upphaflegu uppskriftinni er líka smá negull, múskat og kanill. Guðdómlegt.

Grjónasalat 3

Ég hvet ykkur til að prófa – og skrolla aðeins í gegnum síðuna ef ykkur vantar heilsusamlegan innblástur. Verðukkuraðþví.

Auglýsingar
Merkt ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: