Grænn janúar

Bessi 9 jan

Hér í Klapparstígshöllinni, eins og á svo mörgum öðrum bæjum, er hafið janúarátak eftir lystisemdir aðventunnar og hátíðanna. Í kjólinn eftir meðgöngu og jólin, svo að segja. Ég fer mér nú samt afar rólega og miða svona frekar að því innbyrða meira af káli og minna af konfekti en að ætla að hrista af mér sjö kíló á kortéri. Brauð og pasta var líka sent í frí í bili, að ósk sambýlingsins sem innbyrðir ansi mikið magn af brauði-með-einhverju-á þegar hann vantar orku í vinnunni. Þar sem við settumst niður að snæðingi eitthvert kvöldið um daginn og áttuðum okkur á því að við höfðum ekkert kjöt innbyrt í nokkra daga, án þess að taka eftir því, ákváðum við að eiga grænan janúar. Hér heima verður sumsé ekkert eldað nema grænmetisfæði.

Ég er þrælspennt fyrir þessu, aðallega þeirri áskorun að fara að elda aðeins meðvitaðri grænmetisrétti. Þó hér sé oft kjötlaust fæði á borðum er það oft eftir uppskriftinni hvað-er-til-í-ísskápnum plús pasta. Nú langar mig að verða nýjungagjarnari. Í gær gerði ég útgáfu af þessu hér. Mitt varð að avókadó-byggottó með sólþurrkuðum tómötum og klettasalati, borið fram með alltmúlígt-salati. Nú hlakka ég til að fara að skoða fleiri uppskriftir. Eitthvað tvist á vetrarsalatinu hennar Rachel Khoo úr The Little Paris Kitchen (sem er æði!) verður eflaust gert fljótlega. Uppskriftin hennar (sem er númer 21 á þessum playlista) kallar að vísu á geitaostsrjóma sem samræmist ekki endilega aðhaldinu, en það hlýtur að vera hægt að komast einhvern veginn í kringum það…

Hvernig tengist myndefnið þessu, spyrjið þið? Jú, ég gerði tilraun til að mynda þessa byggottó-matseld mína. Hún fór ekkert allt of vel; í fyrsta lagi var birtan eins og í meðalsvartholi og í öðru lagi ákvað barnið að þetta pjatt væri ekki að hans skapi og heimtaði athygli. Valið stóð því á milli þess að taka myndir af matnum eða klára hann. Þar sem ég hafði lítinn áhuga á að verða hungurmorða var myndataka flautuð af. Í staðinn er því boðið upp á mynd af Bessa að borða dýr, sem hann ætlar að halda áfram í janúar. Vonandi gengur myndataka betur næst.

Ég get einnig splæst í eina rándýra af absúrd góða morgunmatnum, sem hefur leyst ristaða brauðið af hólmi: hafragrautur með hör- og chiafræjum, döðlum, valhnetum og önfirskum bláberjum. Nammigott.

Grautum þetta í gang!

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: