Velkomin, lokað

Ég er með dálítið matreiðslubókablæti. Sem kemur svo sem ekki á óvart, í ljósi þess að mér finnst gaman að elda mat og enn skemmtilegra að borða hann, hef áhuga á ljósmyndun og er þeirrar skoðunar að bóklaust líf sé lítils virði.

Skemmtilegastar finnast mér yfirleitt bækur þar sem mótar fyrir einhverri sögu á bak við uppskriftirnar eða bókina sjálfa. Ég er þess vegna nokkuð viss um að þessi myndi falla í kramið. Í henni er að finna uppskriftir frá mörgum frægustu veitingastöðum heims, en ekki af víðfrægum og rómuðum matseðlunum. Í staðinn gefa matreiðslumennirnir uppskriftir að týpískum staffamat á þeirra stað, og það vita þeir sem hafa unnið í veitingabransanum að staffamatur getur verið dýrlega góður og mjög… áhugaverður. Uppistaðan er enda yfirleitt það sem gengur af í eldhúsinu þá og þá vikuna. Sumarið sem ég vann í Iðnó, fyrir svo mörgum árum síðan að það er næstum því sárt að hugsa um það, var til dæmis nokkrum sinnum boðið upp á hreindýralasagna – sem mínir (óþroskuðu?) bragðlaukar kunnu ekkert endilega að meta.

Í þessari bók, Come In, We’re Closed,  kennir hins vegar ýmissa grasa: Þar er að finna bibimbap, maki-rúllur, rækju og andouille-pylsu gumbo og svo framvegis og framvegis og framvegis. Hverri uppskrift fylgir líka dálítið innlit á staðinn og miðað við umsagnirnar sem hún fær á Amazon er þessi textahluti bókarinnar alveg sérlega vel heppnaður. Maður fær þannig ekki bara uppskriftirnar, heldur líka góða tilfinningu fyrir lífinu á bak við tjöldin á þessum rómuðu veitingastöðum.

Hljómar spennó, þykir mér…

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: