Moderna Museet og Svíafílía

Það er kannski rétt það komi fram hér og nú að ég er Svíafíll. Hvað það er? Jú, ég er með Svíafílíu – elska flest allt sem sænskt er. Já, líka Ikea. Og að vera svo sjúklega skipulagður að maður býður fólki í þrítugsafmælið sitt þegar það er að reima á sig skóna á leiðinni úr tuttugu og níu ára gillinu. Nú er ég reyndar ekki svo skipulögð, en mér hlýnar um hjartaræturnar yfir því að það sé til svona fólk. Ég bjó í landinu í fjögur ár og mamma mín og bróðir búa þar enn, svo Svíafílíunni er vel við haldið.

Formála lokið.

Moderna Museet í Stokkhólmi er á meðal þess fjölmarga góða sem sænskt samfélag hefur getið af sér (Hafið þið smakkað Marabou-súkkulaði með karamelliseruðum möndlum og sjávarsalti? Ég býst fastlega við því að nýjum flokki Nóbelsverðlauna verði hleypt af stokkunum á næstunni). Safnið sjálft er flott, en vefverslunin höfðar sérstaklega til mín. Þar fást og hafa fengist hrikalega mörg fín plaköt í gegnum tíðina. Þessi, til dæmis:

Svo væru þessi nú ekki ljót í barnaherbergið þegar fram líða stundir og Bessi flytur út úr svefnherberginu okkar, en þau eru öll eftir Ingelu P. Arrhenius:

Efst á óskalistanum er þó eiginlega kakóaugnaplakatið góða. Ég hélt það fengist í vefversluninni, en svo er víst ekki. Það er hins vegar hægt að panta það frá þessari verslun hér og fá sent í pósti innan Svíþjóðar. Kannski senda þau líka út fyrir landssteinana.

Auglýsingar
Merkt , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: