Janúarrölt, ljósmyndabrölt

Reykjavík 6 jan

Ég stóð við óformlegt áramótaheiti og tók myndavélina með mér í göngutúr gærdagsins; spásseraði um miðbæinn á meðan Bessinn svaf værum svefni í vagninum. Ef ekki hefði verið fyrir jólaljósin sem enn hanga víða uppi hefði þetta allt eins getað verið apríldagur og þrettándinn, miðað við hitastig og svona.

Ég vil helst ekki strengja áramótaheiti, en ég hef nú samt sett mér það markmið að vera duglegri að taka myndir í ár og fikta í bæði vél og fótósjopp, sem ég kann ekki baun á. Ennþá. Í lok ársins verð ég vonandi orðin allavega smá flink.

Reykjavík 6 jan 4

Reykjavík 6 jan 3

Reykjavík 6 jan 2

Hér er samt eitt heiti: ég heiti því að passa að hlaða myndavélina reglulega, svo batteríið klárist ekki eftir hálftíma labb eins og í dag. Ef það hefði ekki gerst hefðu hér líklega fylgt myndir af afskaplega huggulegri stund með enn huggulegri vinum á Snaps í eftirmiðdaginn. Batnandi konu er best að lifa. Segjum það.

Auglýsingar
Merkt , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: